Fleetwood Mac

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fleetwood Mac árið 2009: John McVie, Stevie Nicks, Lindsey Buckingham, Mick Fleetwood

Fleetwood Mac er bresk-bandarísk rokkhljómsveit stofnuð í London árið 1967 af tveimur fyrrum meðlimum John Mayall & the Bluesbreakers, Mick Fleetwood og Peter Green. Annar félagið þeirra úr Bluesbreakers, John McVie, gekk nokkru síðar til liðs við hljómsveitina sem var nefnd eftir honum og Mick. Hljómsveitin átti nokkrum vinsældum að fagna í upphafi þegar breski blúsinn stóð í mestum blóma og náðu í efsta sæti vinsældalista með lagið „Albatross“. Eftir 1975 breytti hljómsveitin um stefnu og fór meira út í popp/rokk með nýjum meðlimum, Christine McVie, Lindsey Buckingham og Stevie Nicks. Platan Rumours sem kom út 1977 landaði fjórum smáskífum á topp 10 listann í Bandaríkjunum og er nú áttunda mest selda hljómplata allra tíma.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.