Flateyjarklaustur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kirkjan og bókasafnið í Flatey

Flateyjarklaustur var stofnað í Flatey á Breiðafirði 1172, samkvæmt Konungsannál, og var þá Klængur Þorsteinsson Skálholtsbiskup. Var það klaustur í Ágústínusarreglu. Maður að nafni Ögmundur Kálfsson gekkst fyrir stofnun klaustursins og gaf því eigur sínar en varð sjálfur ábóti. Ættir hans eru ekki þekktar en hann er sagður hafa verið mikill skörungur og var meðal annars í biskupskjöri 1174 með Páli Sölvasyni presti í Reykholti og Þorláki Þórhallssyni ábóta í Þykkvabæ, sem kjörinn var biskup.

Klaustrið var flutt að Helgafelli 1184. Engar heimildir eru um ástæðu þess að það var flutt en Ögmundur Kálfsson var áfram ábóti á Helgafelli svo að ekki tengdust flutningarnir ábótaskiptum. Enn má finna merki um klaustrið á Flatey þar sem heitir Klausturshólar.

Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]