Fjöltengi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Um íslensku hljómsveitina, sjá Fjöltengi (hljómsveit).
Fjöltengi með slökkvara

Fjöltengi er röð tengja með snúru á öðrum endi sem gerir manni kleift að knýja fleira en eitt raftæki úr einum tengli. Fjöltengi eru oftast notuð þar sem mörg raftæki eru á sama stað, t.d. við sjónvarp eða borðtölvu, eða við notkun rafmagnsverkfæra eða í lýsingarkerfum. Í flestum fjöltengjum er útsláttarrofi sem slekkur á straumi í tilfelli ofhleðslu eða skammhlaups. Sum fjöltengi eru með innbyggðri vernd gegn kraftbylgjum. Einnig má finna rofa á sumum fjöltengjum sem getur lokað eða opnað fyrir rafstraum í öll tengd tæki.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.