Fjármálaráðuneyti Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Fjármálaráðuneytið
Ráðherra Steingrímur J. Sigfússon[1]
Ráðuneytisstjóri Guðmundur Árnason[2]
Fjárveiting 61,6 milljarðar króna (2011)
Staðsetning Arnarhvoll
Lindargata
150 Reykjavík
Vefsíða

Fjármálaráðuneyti Íslands eða Fjármálaráðuneytið er eitt af 10 ráðuneytum Stjórnarráðs Íslands. Æðsti yfirmaður er fjármálaráðherra og æðsti embættismaður þess er ráðuneytisstjóri.

Samkvæmt reglugerð um Stjórnarráð Íslands[3] fer ráðuneytið með þau mál er varða:


 • Fjármál ríkisins, að því leyti sem þau eru ekki fengin öðrum aðilum.
 • Eignir ríkisins, þar á meðal verðbréf og hlutabréf, svo og fyrirsvar þeirra vegna, meðal annars að því er tekur til stjórnar fyrirtækja í eigu ríkisins að öllu leyti eða nokkru, nema lagt sé til annars ráðuneytis.
 • Skatta, tolla og aðrar ríkistekjur. Tollgæslu. Bókhald ríkisins.
 • Almennt eftirlit með framkvæmd fjárlaga.
 • Lánsfjármál ríkissjóðs, lántökur ríkisstofnana og ríkisábyrgðir.
 • Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.
 • Launa-, kjara- og lífeyrismál starfsmanna ríkisins, réttindi þeirra og skyldur.
 • Lífeyrissjóði.
 • Skráningu fyrirtækja. Norræna fjárfestingarbankann.
 • Undirbúning og samning frumvarps til fjárlaga.
 • Húsnæðis- og bifreiðamál ríkisins.
 • Opinberar framkvæmdir ríkisins.
 • Opinber innkaup.
 • Almennar umbætur í ríkisrekstri.


Sjá einnig[breyta]

Tilvísanir[breyta]

 1. „Um ráðherra“, skoðað þann 4. apríl 2010.
 2. „Starfsfólk eftir skrifstofum“, skoðað þann 4. apríl 2010.
 3. „Reglugerð um Stjórnarráð Íslands“, skoðað þann 21. febrúar 2010.

Tenglar[breyta]