Fimm ára áætlun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fimm ára áætlun var miðstýrð efnahags- og þjóðfélagsáætlun í Sovétríkjunum þar sem stjórnvöld settu sér markmið til fimm ára í senn. Það voru alls 13 fimm ára áætlanir. Nokkrar fimm ára áætlanir stóðu ekki yfir í fimm ár því markmiðum var náð fyrr og aðrar misheppnuðust og voru lagðar til hliðar. Fyrstu fimm ára áætlununum var ætlað að flýta fyrir iðnvæðingu Sovétríkjanna og aðaláhersla var lögð á þungaiðnað. Fimm ára áætlanirnar byggðust á kenningu um framleiðsluöflin.

Fyrsta áætlunin var samþykkt árið 1928 og var hún fyrir árið 1929 til 1933 og náðust markmið hennar ári fyrr eða árið 1932. Seinasta fimm ára áætlunin var fyrir árin 1991 til 1995 en hún kom aldrei til framkvæmda því að Sovétríkin liðuðust í sundur árið 1991.

Áætlunarbúskapur í öðrum löndum[breyta | breyta frumkóða]

Sams konar áætlanabúskapur var tekin upp í flestum kommúnistaríkjum svo sem á Indlandi og í Alþýðulýðveldinu Kína á árunum 1950-60. Stóra stökkið fram á við var önnur fimm ára áætlunin í Alþýðulýðveldinu Kína. Mörg ríki á Vesturlöndum lögðu einnig áherslu á miðstýrðar áætlanir innan markaðshagkerfa með því að setja fram langtíma efnahagsmarkmið.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]