Fimbulfamb

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fimbulfamb er spil sem gengur út á að útskýra sjaldgæf orð í íslensku máli.

Spilareglur[breyta | breyta frumkóða]

Spilið gengur þannig fyrir sig að sá sem er elstur byrjar að vera svokallaður „Fambi“. Hlutverk fambans er það að draga spjald úr bunka sem fylgir spilinu. Á spjaldinu eru fjögur forn orð og gert er ráð fyrir því að spilendur þekki ekki orðið. Fambinn velur orð eftir því hvaða reit á spilaborðinu hann er staddur. Hinir leikmennirnir eiga að skrifa niður á blað hvað þeir halda að rétta merkingin á orðinu er. Ráðlegt er að skrifa eitthvað gáfulegt því að eftir að allir eru búnir er skrifa niður þá skýringu sem þeir halda að sé rétt tekur Fambinn við þeim. Fambinn les svo allar skýringarnar ásamt réttu skýringunni sem stendur aftan á spjaldinu sem hann dró. Svo er farið hringinn og allir giska á eina skýringu. Leyfilegt er að giska á skýringu sem einhver annar giskar á.

Dæmi[breyta | breyta frumkóða]

Fambinn les af spjaldinu orðið „flekán“. Atli Kalli, Bragi Palli, Cleopatra Siggi og Davíð Gummi eru hinir leikmennirnir og hver og einn skrifar það sem þeir halda að orðið þýði.

Atli skrifar ermahnappur. Bragi skrifar þráðlaga þaragróður. Cleopatra skrifar hraðahindrun. Davíð skrifar ónytjungur.

Fambinn fær alla miðana og les af þeim ásamt skýringunni sem stendur aftan á miðanum. Fambinn: „Flekán þýðir: ónytjungur, ermahnappur, hraðahindrun, lauslát kona (rétta skýringin) og þráðlaga þaragróður“. Svo giska keppendur á eina skýringu, hver á fætur örðum. Atli giskar á þráðlaga þaragróður. Bragi giskar á lauslát kona. Cleopatra giskar á ónytjungur Davíð giskar á þráðlaga þaragróður líka.

Stigagjöf miðað við dæmið hér að ofan[breyta | breyta frumkóða]

Atli fær 0 stig; hann giskaði hvorki á rétt svar og enginn giskaði á hans skýringu. Bragi fær 3 stig; 1 fyrir að giska á rétt og 2 því að Atli og Davíð giskuðu báðir á hans skýringu. Cleopatra fær 0 stig Davíð fær 1 stig vegna þess að Siggi giskaði á hans skýringu.

Hefði enginn giskað á rétta skýringu hefði Fambinn fengið 2 stig.