Fæðuöryggi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Þessi grein fjallar um öruggan aðgang að matvælum. Sjá matvælaöryggi um varnir gegn matarsjúkdómum.

Fæðuöryggi er staða þar sem fólk lifir ekki við hungur eða þarf að óttast svelti. Um allan heim lifa um 852 milljónir manna við stöðugt hungur vegna sárafátæktar; en allt að tveir milljarðar þurfa að þola matarskort við og við vegna mismikillar fátæktar, samkvæmt tölum Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna frá 2003.

Beint samband er milli neyslu matvæla og fátæktar. Fjölskyldur sem eiga nægileg úrræði til að sleppa við sárustu fátækt þurfa sjaldan að þola langvarandi hungur, á meðan fátækar fjölskyldur þurfa ekki aðeins að þjást vegna stöðugs hungurs, heldur eru líka sá hluti íbúanna sem er í mestri hættu vegna tímabundins matarskorts og hungursneyðar.

Til eru tvær algengar skilgreiningar á hugtakinu Fæðuöryggi, annar vegar frá Matvælastofnun Sþ, og hins vegar frá landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna:

  • Fæðuöryggi ríkir þegar allir íbúar, hafa alltaf aðgang að nægum, öruggum og næringarríkum matvælum til að uppfylla næringarþarfir sínar og óskir með, til að geta lifað virku og heilsusamlegu lífi.
  • Fyrir heimili merkir fæðuöryggi að allt heimilisfólk hefur alltaf aðgang að nægum mat til að lifa virku, heilsusamlegu lífi. Matvælaöryggi felur að minnsta kosti í sér (1) nægt aðgengi að næringarríkum og öruggum mat, og (2) tryggingu fyrir því að hægt sé að verða sér út um ásættanlegan mat á félagslega ásættanlegan hátt (það er, án þess að skrimta með því að grípa til neyðarbirgða matvæla, hirða eða stela mat).

Stutt skilgreining: Fæðuöryggi (Food security) fjallar um aðgengi að fæðu og framboð af heilnæmum og öruggum matvælum.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]