Fáni Bandaríkjanna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni Bandaríkjanna.

Fáni Bandaríkjanna samanstendur af sjö láréttum rauðum línum með sex hvítum línum inni á milli og bláum rétthyrningi í efra horninu alsettum fimmtíu hvítum stjörnum. Stjörnurnar tákna fimmtíu fylki Bandaríkjanna og línurnar þrettán tákna upprunalegu nýlendurnar þrettán sem risu gegn bresku krúnunni og mynduðu Bandaríkin. Fáninn er einnig kallaður Stars and Stripes, Old Glory og The Star-Spangled Banner (sem er einnig nafn þjóðsöngs landsins).

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Uppruni fánans[breyta | breyta frumkóða]

Grand Union fáninn sem var inblásturinn að núverandi fánanum.

Fáninn er byggður á fána 13 nýlendana undir Bretum en sá fáni var eiginlega eins og núverandi fáni nema með breska fánanum í horninu í staðinn fyrir stjörnunar. Núverandi hönnunin var tekinn upp árið 1776 við stofnun þjóðarinnar.

  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.