Fáni Ástralíu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni Ástralíu

Fáni Ástralíu er þjóðfáni Ástralíu, hann er blár með fána Bretlands í efri stangarreit eins og margir fánar fyrrverandi nýlendna Breta (sem er kallað Blái hakafáninn (enska: Blue Ensign)). Í neðri stangarreit er sjöarma stjarna, Samveldisstjarnan, þar sem 6 armanna tákna upprunaleg fylki Ástralíu en sá sjöundi svæðin og fylki sem kunna að verða til í framtíðinni. Á hinum helming fánans er svo tákn fyrir suðurkrossinn. Fáninn var sameining fjögurra svipaðra vinningstillagna í hönnunarkeppni þjóðfána fyrir Ástralíu árið 1901 þegar hún sameinaðist í eitt ríki. Fáninn varð þó ekki opinber þjóðfáni fyrr en árið 1953.

Fleiri fánar en þessi eru opinberir fánar Ástralíu, alls eru þeir 26. Þeirra á meðal er fáni frumbyggja Ástralíu og fáni Torressunds eyjaskeggja.