Eyðumerkurrotturnar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bob Moran Nr. 13

Eyðimerkurrotturnar er unglingasaga eftir Henri Vernes.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Að fá nagla úr skósólanum upp í fótinn er hversdagslegt atvik, sem venjulega leiðir til þessa að við göngum við hjá skósmið. En fyrir Bob Moran hafði þetta alvarlegri afleiðingar. Hann gekk að vísu við hjá alvarlegri afleiðingar. Hann gekk að vísu við hjá skósmið til að láta laga skóinn sinn, en hann grunaði ekki, að þar þyti hann beint upp í fangið á alþjóðlegum bófaflokki. Og yfirhöfðingi þessa bófaflokks var prófessor Sixte að nafni. Hann hafði ákveðið að eyðileggja heiminn, vegna þess að heimurinn hafði ekki viðurkennt hæfileika hans. En honum var þó áhyggjuefni, að þegar hann væri búinn að eyðileggja heiminn, þá yrði líklega enginn eftir til þess að dázt að afrekum hans. Og nú vantaði hann eldflaugasérfræðing, og í misgripum taka þeir Bob og flytja hann til eyjar í Karabíska hafinu. Þar er hann hýstur í stálhöll, umkringdur ógerðarmönnum og atvinnumorðingjum. Ótal hættur verða á vegin hans. En tekst honum að sigra og frelsa þar með heiminn frá yfirvofandi plágu þessa mikilmennskubrjálæðings, sem í rauninni var ekkert annað en spennitreyjumatur.

Aðalpersónur[breyta | breyta frumkóða]

Bob Moran, Georg Lansky, Mayer, Prófessor Aristide Clairembart, Prófessor Sixte, Fred Duncan.

Sögusvið[breyta | breyta frumkóða]

París, Le Havre, Frakkland - Assomption, Karabíska hafinu.

Bókfræði[breyta | breyta frumkóða]

  • Titill: Eyðimerkurrotturnar
  • Undirtitill: Æsispennandi drengjasaga um afreksverk hetjunnar Bob Moran
  • Á frummáli: Les faiseurs de désert
  • Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
  • Fyrst útgefið: 1955
  • Höfundur: Henri Vernes
  • Þýðandi: Magnús Jochumsson
  • Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
  • Útgáfuár: 1965