Erik Balling

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Erik Balling (29. nóvember 192419. nóvember 2005) var danskur kvikmyndaleikstjóri. Ferill hans hófst þegar hann hóf störf fyrir Nordisk Film árið 1946. Hann er þekktastur fyrir kvikmyndirnar um Olsen-gengið og sjónvarpsþættina Húsið á Kristjánshöfn og Matador. Hann leikstýrði íslensku kvikmyndinni 79 af stöðinni sem var frumsýnd árið 1962.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.