Erfðasynd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Erfðasyndin er kristin helgisetning um að mannfólk sé fætt syndugt vegna syndafallsins, þegar Adam óhlýðnaðist guði í aldingarðinum Eden. Hinar mismunandi kirkjudeildir túlka kenninguna á ýmsa vegu, og sumar hafna henni alfarið - til dæmis flestir únitarar. Stundum er erfðasyndinni kennt um að maðurinn hafi „hneigð til syndar“, stundum að vegna erfðasyndarinnar sé allt fólk svo syndugt að það sé fordæmt til helvítis og eigi ekki aðra von en að trú á guð og krossdauða og upprisu Jesú.

Kenningin um erfðasyndina kom fyrst fram á 2. öld en var þróuð áfram og byggð á ritningarstöðum í báðum testamentum. Hún skipti miklu máli í kenningum siðaskiptamanna á borð við Lúther og Kalvín, sem töldu jafnvel erfðasyndina svipta manninn frjálsum vilja.

Erfðasyndin þekkist líka í kenningum sumra um gyðingdóm, en flestir gyðingar trúa ekki á hana.

  Þessi trúarbragðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.