Emmsjé Gauti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Emmsjé Gauti
Emmsjé Gauti á Haldern Pop Festival 2017
Emmsjé Gauti á Haldern Pop Festival 2017
Upplýsingar
FæddurGauti Þeyr Másson
17. nóvember 1989 (1989-11-17) (34 ára)
Akureyri, Ísland
Störf
  • Tónlistarmaður
  • rappari
Ár virkur2002–í dag
Stefnur
Vefsíðaemmsje.is

Gauti Þeyr Másson (f. 17. nóvember 1989), betur þekktur undir sviðsnafninu Emmsjé Gauti, er íslenskur tónlistarmaður og rappari. Hann gaf út sitt fyrsta lag árið 2002 fyrir rímnaflæði.

Hann hefur verið meðlimur í rapphópunum 32c og Skábræður auk þess að hafa unnið með mörgum þekktum íslenskum tónlistarmönnum, meðal annars Erpi Eyvindarsyni, Herra Hnetusmjör, Bent og 7berg.

Hann hefur gefið út sjö breiðskífur.

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

  • Bara ég (2011)
  • Þeyr (2013)
  • Vagg & Velta (2016)
  • Sautjándi nóvember (2016)
  • FIMM (2018)
  • Bleikt Ský (2020)
  • MOLD (2021)
  Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.