Elisabeth Shue

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Elisabeth Shue
Elisabeth Shue sem Julie Finlay í CSI: Crime Scene Investigation
Elisabeth Shue sem Julie Finlay í CSI: Crime Scene Investigation
Upplýsingar
FæddElisabeth Judson Shue
6. október 1963 (1963-10-06) (60 ára)
Ár virk1982 -
Helstu hlutverk
Ali Mills í The Karate Kid
Jordan Mooney í Cocktail
Sera í Leaving Las Vegas
Julie Finlay í CSI: Crime Scene Investigation

Elisabeth Shue (fædd Elisabeth Judson Shue, 6. október 1963) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Leaving Las Vegas, Cocktail, The Karate Kid og CSI: Crime Scene Investigation.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Shue fæddist í Wilmington, Delaware en ólst upp í New Jersey. Stundaði nám við Wellesley College og Harvard-háskólann en hætti þar til þess að verða leikkona. Snéri aftur til að klára nám sitt í stjórnun árið 2000.[1] Shue er gift kvikmyndaleikstjóranum Davis Guggenheim og saman eiga þau þrjú börn.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Leikhús[breyta | breyta frumkóða]

Shue kom fram í leikritinu Some Americans Abroad tvisvar sinnum árið 1990 við Mitzi E. Newhouse Theater og Vivian Beaumont Theatre sem Donna Silliman.

Auglýsingar[breyta | breyta frumkóða]

Shue hefur komið fram í auglýsingum fyrir fyrirtæki á borð við Burger King, Debeers Diamonds og í majónes auglýsingum fyrir Hellmann.[2]

Sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta sjónvarpshlutverk Shue var árið 1982 í sjónvarpsmyndinni The Royal Romance of Charles and Diana. Árið 1984 þá var henni boðið hlutverk í Call to Glory sem Jackie Sarnac sem hún lék til ársins 1985. Hefur hún síðan þá komið fram í þáttum á borð við Dream On, Curb Your Enthusiasm og American Dad. Shue kom í staðinn fyrir Marg Helgenberger í CSI: Crime Scene Investigation sem Julie Finlay árið 2012.

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta kvikmyndahlutverk Shue var árið 1983 í Somewhere, Tomorrow, kom hún síðan fram í The Karate Kid og Cocktail. Shue kom í staðinn fyrir Claudiu Wells í Back to the Future myndunum sem Jennifer Parker. Árið 1995 lék hún í Leaving Las Vegas sem Sera og fyrir hlutverk sitt þá var hún tilnend til Óskarsverðlauna, Golden Globe og BAFTA verðlaunanna. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við The Saint, Molly, Gracie, Piranha og Hollow Man.

Kvikmyndir og sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1983 Somewhere, Tomorrow Margie sem Lisa Shue
1984 The Karate Kid Ali Mills
1986 Link Jane Chase
1987 Adventures in Babysitting Chris Parker
1988 Cocktail Jordan Mooney
1989 Body Wars Dr. Cynthia Lair
1989 Back to the Future Part II Jennifer Parker / Jennifer McFly
1990 Back to the Future Part III Jennifer Parker
1991 The Marrying Man Adele Horner
1991 Soapdish Lori Craven/Angelique
1993 Twenty Bucks Emily Adams
1993 Heart and Souls Anne
1994 Radio Inside Natalie
1995 Underneath Susan Crenshaw
1995 Leaving Las Vegas Sera
1996 The Trigger Effect Annie Kay
1997 The Saint Dr. Emma Russell
1997 Deconstructing Harry Fay
1998 Palmetto Mrs. Donnelly/Rhea Malroux
1998 City of Angels Ólétt kona óskráð á lista
1998 Cousin Bette Jenny Cadine
1999 Molly Molly McKay
2000 Hollow Man Linda McKay
2002 Tuck Everlasting Kynnir Talaði inn á
2002 Leo Mary Bloom
2004 Mysterious Skin Mrs. McCormick
2005 Hide and Seek Elizabeth
2005 Dreamer: Inspired by a True Story Lily
2007 Gracie Lindsay Bowen
2007 First Born Laura
2008 Hamlet 2 Elisabeth Shue
2009 Don McKay Sonny
2010 Waking Madison Dr. Elizabeth Barnes
2010 Piranha Julie Forester
2010 Janie Jones Mary Ann Jones
2012 House at the End of the Street Sarah Kvikmyndatökum lokið
2012 Hope Springs ónefnt hlutverk Í eftirvinnslu
2012 Of Men and Mavericks Christy Moriarity Í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1982 The Royal Romance of Charles and Diana Lynn Osborne Sjónvarpsmynd
sem Lisa Shue
1984 Call of Glory Jackie Sarnac Sjónvarpsmynd
1984-1985 Call of Glory Jackie Sarnac 23 þættir
1987 Disneyland Kathy Shelton Þáttur: Double Switch
1992 The General Motors Playwrithts Theater Alice Adams Þáttur: Hale the Hero
1993 Dream On Maura Barish Þáttur: Oral Sex, Lies and Videotape
1994 Blind Justice Caroline Sjónvarpsmynd
2001 Amy & Isabelle Isabelle Goodrow Sjónvarpsmynd
2009 Curb Your Enthusiasm Virginia 2 þættir
2012 American Dad Kvenn rannsóknarlögreglukona Þáttur: Less Money, Mo´Problems
Talaði inn á
2012 – til dags CSI: Crime Scene Investigations Julie Finlay 7 þættir

Leikhús[breyta | breyta frumkóða]

Verðlaun og tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]

Óskarsverðlaunin

  • 1996: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Leaving Las Vegas.

Academy of Science Fiction, Fantasy & Horror Films-verðlaunin

  • 1987: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Link.

BAFTA-verðlaunin

  • 1996: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Leaving Las Vegas.

Blockbuster Entertainment-verðlaunin

  • 2001: Tilnefnd sem uppáhalds leikkona í vísindamynd fyrir Hollow Man.
  • 1998: Tilnefnd sem uppáhalds leikkona fyrir The Saint.

Chicago Film Critics Association-verðlaunin

  • 1996: Verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Leaving Las Vegas.

Chlotrudis-verðlaunin

  • 1996: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Leaving Las Vegas.

Dallas-Fort Worth Film Critics Association verðlaunin

  • 1996: Verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Leaving Las Vegas.

Golden Globe-verðlaunin

  • 1996: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Leaving Las Vegas.

Independent Spirit-verðlaunin

  • 1996: Verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Leaving Las Vegas.

Kid's Choice-verðlaunin

  • 1988: Tilnefnd til Blimp verðlaunanna sem uppáhalds leikkona fyrir Adventures in Babysitting.
  • 1988: Tilnefnd til Kid's Choice verðlaunanna sem uppáhalds leikkona fyrir Adventures in Babysitting.

Los Angeles Film Critics Association-verðlaunin

  • 1995: Verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Leaving Las Vegas.

National Society of Film Critics-verðlaunin

  • 1996: Verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Leaving Las Vegas.

Paris Film Festival

  • 1988: Verðlaun sem besta leikkona fyrir Adventures in Babysitting.

Screen Actors Guild-verðlaunin

  • 1996: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Leaving Las Vegas.

Southeastern Film Critics Association-verðlaunin

  • 1996: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Leaving Las Vegas.

Teen Choice-verðlaunin

  • 2005: Tilnefnd fyrir bestu öskursenuna fyrir Hide and Seek.

Young Artist-verðlaunin

  • 1985: Verðlaun sem besta unga leikkona í aukahlutverki í söngleikja/grín/ævintýra/drama kvikmynd fyrir The Karate Kid.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „The Harvard Guide: A Harvard Yearbook, James - Updike“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. júlí 2007. Sótt 26. apríl 2012.
  2. „Elisabeth Shue - You can enjoy the screams and the gore and the fun“. The Independent. 13. ágúst 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. nóvember 2012. Sótt 28. janúar 2011.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]