Einarslón

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Einarslón er fyrrum stórbýli, um 1 km fyrir austan Djúpalónssand og vestan við Malarrif. Þessi fyrrum útgerðar- og kirkjustaður sem nú er eyðibýli, var um tíma til helminga í eigu Jóhannesar Sveinssonar Kjarval listmálara, er sótti þangað og í næsta nágrenni, innblástur og efni í mörg listaverk. Árið 1703 voru á Einarslóni um 62 ábúendur á 12 býlum alls. Einni öld síðar hafði þeim fækkað niður í 38 manns uns fór svo, að Einarslón lagðist í eyði um miðja síðustu öld. Má enn sjá þar móta fyrir bæjarrústum og fornum tóftum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.