Eggert Páll Ólason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eggert Páll Ólason (fæddur 4. nóvember 1975) er íslenskur lögfræðingur. Eggert stundaði nám við Lagadeild Háskóla Íslands þar sem hann lauk prófi 2003, einnig stundaði hann nám í ensku til BA gráðu. Hann fékk réttindi sem Héraðsdómslögmaður í maí 2004 og varð löggiltur verðbréfamiðlari árið 2005.

Árið 2005 stofnaði hann samtökin Vini einkabílsins sem börðust fyrir fleiri mislægum gatnamótum og akreinum á höfuðborgarsvæðinu.

Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga í Reykjavík 2006 bauð Eggert sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en hlaut ekki brautargengi í efstu sæti á lista.

Eggert hefur starfað aðarlega í fjármálageiranum, fyrst á á lögfræðisviði Kaupþings en árið 2007 hjá Landsbankanum. 2012 hóf hann störf hjá Íslensku Lögmannstofunni.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Starfsmannalisti Íslensku Lögmannstofunar“. Sótt 16. mars 2013.
  • „Gefur kost á sér í 7. sæti í prófkjöri D-lista“. Sótt 16. mars 2013.
  • „Eggert til Ergo“. Sótt 16. mars 2013.
  • „Eggert Páll orðinn meðeigandi hjá Ergo“. Sótt 16. mars 2013.
  • „Brautskráning úr Háskóla Íslands 22. febrúar 2003“. Sótt 16. mars 2013.
  • „Seldi BYR-hlut án samþykkis skilanefndar“. Sótt 16. mars 2013.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.