Dynjandisvogur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dynjandi
Kort af Vestfjörðum
Dynjandisvogur og Dynjandisá

Dynjandisvogur er stuttur fjörður, sem gengur inn úr Arnarfirði, norðan við fjörðinn er Borgarfjörður. Sunnan við er Langanes og handan þess Suðurfirðir. Fjörðurinn er um tveir kílómetra á lengd og um einn og hálfur á breidd.

Fossinn Dynjandi fellur ofan af Dynjandisheiði í enda fjarðarins. Dynjandisá á upptök í smávörnum á Glámuhálendinu. Í firðinum stóð áður bær sem nefndur var Dynjandi en er nú í eyði.

  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.