Diomedes Grammaticus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þessi grein fjallar um rómverska málfræðinginn Diomedes. Um forngrísku hetjuna sjá Díómedes.

Diomedes Grammaticus eða Diomedes málfræðingur var rómverskur málfræðingur sem var á dögum á seinni hluta 4. aldar. Málfræðingurinn Priscianus vísar oft til Diomedesar og því hlýtur Diomedes að hafa verið uppi fyrir árið 500.

Diomedes samdi rit um málfræði í þremur bindum, sem bar titilinn Ars grammatica (Málfræði, einnig nefnd De Oratione et Partibus Orationis et Vario Genere Metrorum libri III), og var hún tileinkuð Aþanasíosi. Þriðja bindið, sem fjallar um skáldskap, er sérstaklega mikilvægt, því þar er m.a. að finna útdrætti úr riti Suetoniusar De poetica (Um skáldskap). Í bókinni er einn lengsti varðveitti listi yfir tegundir hetjulagskveðskapar í fornöld. Rit Diomedesar er varðveitt í heild (en kann að vera stytt útgáfa).