Desmond-sýsla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Desmond-sýsla var eitt sinn sýsla á Írlandi, við suðvesturströnd Írlands, þar sem nú eru Cork og Kerry sýslur, en henni var skipt upp árið 1606.

Desmond er írskt nafn komið af „Deas-Mumhan“, sem þýðir Suður-Munster - önnur svæði báru svipuð nöfn, til dæmis Thomond (Tuaidh-mhuman, Norður-Munster), Ormond (Oir-Mumhan, Austur-Munster) og Iarmond (Iarmumhan, Vestur-Munster).

Nafnið Desmond var notað eftir 14. öld til þess að vísa til svæðis sem MacCarthy Môr, höfðingjar MacCarthy ættarinnar, réðu yfir, en þeir töldu sig konunga Munster og jarla Desmonds. Yfirráðasvæði MacCarthy Môr var sunnan og vestan við borgina Cork.

Síðasti almennt viðurkenndi beri titilsins MacCarthy Môr var Florence MacCarthy (1560-1640), en eftir handtöku hans árið 1601 var lávarðardæmi MacCarthy ættarinnar lagt niður og landinu skipt milli enskra landnema og írskra landeiganda. Þó hafa verið yfirlýstir höfðingjar MacCarthy ættarinnar með hléum fram til dagsins í dag, en fram til ársins 1999 báru þeir titilinn „prionca na Desmond“ (prinsinn af Desmond), en þá var öllum erfðatitlum opinberlega lagt niður. Á miðöldum var frönsku nafnbótinni „duc de Clancarthy“ — hertogi MacCarthy ættarinnar — bætt við meðan Írland og Frakkland voru í stríði við Breta.

Vafi leikur á því hver er núverandi Môr MacCarthy ættarinnar, en eftir að Terence Francis MacCarthy var sviptur embætti hafa ýmsir aðilar gert tilkall til embættisins með mis-vafasömum hætti.