Desert Eagle

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Desert Eagle

Desert Eagle er hálfsjálfvirk skammbyssa, framleidd á níunda áratugnum af Israel Military Industries, sem er skotvopnafyrirtæki frá Ísrael. Desert Eagle er stærsta skammbyssa í heimi, 260 mm að lengd og er 1,5 kíló að þyngd. Hún er stundum kölluð Hand Cannon á ensku, sem þýðir handfallbyssa, því að hún getur skotið .50 caliber skotum. Desert Eagle getur notað 5 tegundir af skotum, .50 Action Express, .41 Magnum, .44 Magnum, .440 Cor-bon og .357 Magnum.