Deildardalur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Séð inn Deildardal.
Deildardalur getur einnig átt við Deildardal við Raufarhöfn, Deildardal í Dalasýslu eða Deildardal á Vestfjörðum.

Deildardalur er dalur í Skagafirði austanverðum, liggur upp frá Höfðaströnd til suðausturs á bak við Óslandshlíðarfjöllin. Nokkru innan við byggðina deilist hann í Seljadal eða Austurdal og Vesturdal og á milli þeirra er Tungufjall, mjótt og hvasst eins og fleygur. Um dalinn rennur Deildará, sem heitir Grafará neðar. Í botni dalsins er Deildardalsjökull.[1]

Nokkrir bæir eru í dalnum. Ný rétt var tekin í notkun þann 8. september, 2007 í Deildardal en á Deildarlalsafrétt eiga allmargar jarðir í Óslandshlíð og á Höfðströnd upprekstur.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Tómas Einarsson, Helgi Magnússon (ritstj.) Íslands Handbókin (Örn og Örlygur, 1989) blaðsíða 372
  2. Ný rétt tekin í notkun í Deildardal