De Officiis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þessi grein fjallar um
ritverk Cícerós
Ræður
Til varnar Quinctiusi
Til varnar Sex. Rosciusi
Til varnar Q. RosciusiGegn Caeciliusi
VerresarræðurnarTil varnar Tulliusi
Til varnar FonteiusiTil varnar Caecinu
Til varnar Cluentiusi
Til varnar manilísku lögunum/
Um herstjórn Gnajusar Pompeiusar
Varðandi landskipulagslögin gegn Rullusi
Catilínsku ræðurnarTil varnar Rabiriusi
Til varnar MurenuTil varnar Súllu
Til varnar ArchiasiTil varnar Flaccusi
Til borgaranna eftir endurkomuna
Til öldungaráðsins eftir endurkomuna
Um heimili sitt
Um viðbrögð spámannanna
Um skattlöndin handa ræðismönnunum
Til varnar SestiusiGegn Vatiniusi
Til varnar CaeliusiTil varnar Balbusi
Gegn PísóTil varnar Planciusi
Til varnar Rabiriusi Postumusi
Til varnar Milo
Til varnar MarcellusiTil varnar Ligariusi
Til varnar Deiotarusi konungi
Filippísku ræðurnar
Mælskufræði
Um efnistökUm ræðumanninn
Um undirgreinar mælskufræðinnar
Um fyrirmyndarræðumanninn
Þverstæður stóumanna
BrútusRæðumaðurinn
Um örlöginAlmæli
[Mælskufræði handa Herenníusi]
Heimspekiverk
Um ríkiðHortensíusLúcúllus
AkademíanUm endimörk góðs og ills
Samræður í TúsculumUm eðli guðanna
Um spádómsgáfunaUm ellina
Um vináttunaUm skyldurUm lögin
Bréf
Bréf til Attícusar
Bréf til Quintusar bróður
Bréf til Brútusar
Bréf til vina og vandamanna
Annað
Um ræðismannstíð sína
Um ævi sína og tíma

De Officiis eða Um skyldur er rit í þremur bókum eftir rómverska stjórnmálamanninn og heimspekinginn Marcus Tullius Cicero. Ritið fjallar um siðfræði og byggir á glötuðu riti eftir stóíska heimspekinginn Panætíos.

Ritun[breyta | breyta frumkóða]

Um skyldur var samið í nóvember eða desember árið 44 f.Kr., á síðasta æviári Cícerós en þá var hann 62 ára gamall. Á þessum tíma fékkst Cíceró enn við stjórnmál að einhverju leyti og reyndi að koma í veg fyrir að róttæk öfl kæmust til valda í rómverska lýðveldinu. Það tókst honum ekki og Cíceró var drepinn af pólitískum andstæðingum sínum ári síðar. Ritið kom út að honum látnum.

Ritið var samið í formi bréfs til sonar hans, sem nam heimspeki í Aþenu, en átti eigi að síður að gefa út fyrir almenning.

Um skyldur hefur verið lýst sem riti sem var ætlað að gera venjulegt fólk að góðum borgurum. Í ritinu er sett fram gagnrýni á einvaldinn Júlíus Caesar, sem þá hafði nýlega verið ráðinn af dögum, og á einveldi og harðstjórn almennt.

Efni[breyta | breyta frumkóða]

Cíceró var undir miklum áhrifum frá grískri heimspeki, ekki síst stóuspeki. Í Um skyldur ræðir hann m.a. hvað heiður sé og hvað sé gagnlegt og hvað ber að gera þegar það stangast á. Cíceró taldi að í raun yrði aldrei árekstur þar á milli, heldur virtist það einungis vera þannig.

Cíceró færir rök fyrir því að skortur á pólitískum réttindum spilli siðgæði manna. Hann ræðir einnig náttúrurétt sem er sagður eiga jafnt við um menn og guði.

Í ritinu hvetur Cíceró Marcus, son sinn, til að fylgja náttúrunni og viskunni auk þess að leita frama í stjórnmálum, en varar hann við ánægju og letilífi. Í ritinu styðst Cíceró mjög við dæmisögur, mun meira en í öðrum ritum sínum. Um skyldur er ekki skrifað í jafn formlegum stíl og önnur rit hans, ef til vill vegna þess að aðstæður kröfðust þess að hann ritaði það í flýti.

Arfleifð[breyta | breyta frumkóða]

Arfleifð verksins er mikil. Enda þótt Um skyldur væri samið af heiðnum manni lýsti heilagur Ambrosius því yfir árið 390kristinni kirkju væri fyllilega heimilt að styðjast við ritið og öll önnur rit Cícerós og raunar Senecu líka. Í kjölfarið varð Um skyldur eitt meginrit allrar siðfræði á miðöldum; vitað er að Ágústínus kirkjufaðir, heilagur Hýerónýmus og Tómas frá Akvínó lásu það. Um 700 miðaldahandrit eru enn til af verkinu. (Einungis rit málfræðingsins Priscianusar eru varðveitt í fleiri handritum eða um 900 talsins.) Þegar prentlistin kom til sögunnar var Um skyldur annað ritið sem var prentað, á eftir Gutenberg-biblíunni. Fyrsta enska þýðingin kom út 1534.

Á 16. öld útbjó Erasmus frá Rotterdam vasaútgáfu af ritinu, því hann taldi ritið svo mikilvægt að helst ætti maður að hafa það með sér öllum stundum. T.W. Baldwin sagði að „á tímum Shakespeares hafi Um skyldur verið meginrit allrar siðfræði“. Í vinsælu riti sínu Governour (1531) taldi Sir Thomas Elyot upp þrjú ritverk, sem hann taldi nauðsynleg í uppeldi ungra herramanna: ritverk Platons, Siðfræði Níkomakkosar eftir Aristóteles, og Um skyldur.

Á 18. öld sagði Voltaire um Um skyldur: „Enginn mun nokkurn tímann skrifa neitt viturlegra“. Og Friðrik mikli hafði svo mikið álit á ritinu að hann bað fræðimanninn Christian Garve að gefa út nýja þýðingu á því, jafnvel þótt árið 1756 hefðu þegar verið gefnar út tvær þýskar þýðingar. Garve hóf vinnu við þýðinguna eigi að síður og og bætti við 880 blaðsína skýringarriti.

Um skyldur er enn vinsælt rit, bæði vegna stíls og upplýsingagildis.

Útgáfur og þýðingar[breyta | breyta frumkóða]

Útgáfur[breyta | breyta frumkóða]

Winterbottom, M. (ritstj.), M. Tulli Ciceronis De Officiis (Oxford: Oxford University Press, 1994).

Skýringarrit[breyta | breyta frumkóða]

  • Dyck, A., A Commentary on Cicero's De Officiis (Ann Arbor: University of Michigan Press, 1996).

Þýðingar[breyta | breyta frumkóða]

  • Cicero, On Duties. Walter Miller (þýð.) (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1913).
  • Cicero, On Duties. Harry G. Edinger (þýð.) (Bobbs-Merrill, 1974).
  • Cicero, On Duties. Miriam T. Griffin og E.M. Atkins (þýð.) (Cambridge: Cambridge University Press, 1991).
  • Cicero, On Obligations. P.G. Walsh (þýð.) (Oxford: Oxford University Press, 2001).

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]