Daddi Cool

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Daddi Cool (fæddur í Makeni í Síerra Leóne) er gíneskur reggítónlistarmaður fæddur í Síerra Leóne. Daddi Cool var sendur í herþjónustu fyrir Síerra Leóne en flúði land snemma í borgarastríðinu í landinu og settist að í Kónakrí, höfuðborg Gíneu.

Árið 1998 gaf hann út þekktustu breiðskífu sína hingað til; Daddi Cool. Fyrsta smáskífan hans var Waloo sem þýðir „stopp“ á susu-máli. Lagið mótmælir því að íbúar Afríku afliti hörund sína en það var vinsælt um alla Vestur-Afríku — sérstaklega í Gíneu og Sierra Leone.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]