Burstaormar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Burstormar
Mynd sem sýnir fjölbreitta flóru burstorma eftir M.J. Schleiden (1804–1881).
Mynd sem sýnir fjölbreitta flóru burstorma eftir M.J. Schleiden (1804–1881).
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Liðormar (Annelida)
Flokkur: Polychaeta
Grube, 1850
Subclasses

Palpata
Scolecida

Burstormar (fræðiheiti:Polychaeta) eru hryggleysingjar af fylkingu liðorma. Af þeim eru til meira en 6 þúsund tegundir sem flestar eru minni en 10 millimetrar á lengd en þó eru til stærri og allt upp í risaskera sem getur orðið nokkrir tugir sentimetra á lengd.

Burstormar einkennast eins og aðrir liðormar á því að hafa liðskiptan búk en einnig á totum og áberandi burstum sem þeir draga nafn sitt af. Þeir eru til í margskonar litum og líkamsbygging tegunda margbreytilegar þótt þeir hafi allir þessi grunn einkenni og þeir geta lifað við margbreytilegustu aðstæður. Finnast um allan heim og í höfum frá yfirborði niður í dýpstu myrkur sjávar og frá köldustu höfum til funheitra neðansjávar jarðvarmastúta. Aðeins fáar tegundir finnast þó í ferskvatni.

Flestir eru þeir þó botnlægar sjávarlífverur sem grafa sig niður í leirur og set og lifa rán- eða grotlífi. Oft grafa þeir sér U-laga göng í botninn og lifa ofan í þeim göngum, með höfuðið við annan munnann en halann við hinn. Þannig er til dæmis sandmaðkurinn sem er mjög algengur á leirum við Ísland og má þekkja hvar göngin hanns eru á saurhrúgum sem myndast við holu hanns þeim megin sem halinn er.

Einkennismerki Wikilífvera
Wikilífverur eru með efni sem tengist
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Heimildir[breyta]