Burnirót

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Burnirót
Karlplanta Burnirótarinnar, með gulum blómum.
Karlplanta Burnirótarinnar, með gulum blómum.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Steinbrjótsbálkur (Saxifragales)
Ætt: Helluhnoðraætt (Crassulaceae)
Ættkvísl: Rhodiola
Tegund: R. rosea
Tvínefni
Rhodiola rosea
L.
Samheiti

Sedum rosea (L.) Scop.
Sedum rhodiola DC.
Rhodiola arctica Boriss.
Rhodiola iremelica Boriss.
Rhodiola scopolii Simonk.
Sedum scopolii Simonk.

Burnirót (eða burn (kvk) [1]), einnig verið nefnd Blóðrót (fræðiheiti: Rhodiola rosea) er fjölær jurt af helluhnoðraætt sem vex á köldum stöðum, svo sem á norðurslóðum og í fjalllendi í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. Hún vex einna helst í þurrum, sendnum jarðvegi allt frá láglendi og upp í 2.280 metra hæð. Burnirót er algeng um allt Ísland en vegna þess hve sauðfé er sólgið í hana hefur hún horfið af stórum svæðum.

Rauð kvenblóm Burnirótar.

Lýsing[breyta]

Burnirótin er rótarmikill þykkblöðungur. Hún er einkynja, það er hver einstaklingur hefur aðeins karlblóm eða aðeins kvenblóm. Karlblómin eru gul á lit en kvenblómin rauðleit. Blómin standa mörg saman í greinóttum skúf eða hálfsveip á endum hliðarstöngla sem vaxa upp af gildum jarðstöngli. Krónublöðin eru tungulaga, 3 - 5 millimetrar á lengd en bikarblöðin nokkru styttri. Karlblómin hafa átta fræfla og fjórar vanþroska frævur. Kvenblómin hafa fjórar til fimm þroskalegar gulrauðar frævur, sem verða að 7 - 10 millimetra löngu hýðisaldini. Stöngullinn er 2 - 6 millimetra gildur og þétt settur laufblöðum. Blöðin eru venjulega ydd og oft ofurlítið tennt í endann, 2 - 4 sentimetrar á lengd og 1 - 1,5 sentimeter á breidd.[2]

Nýting[breyta]

Rannsóknir hafa sýnt fram á ýmsa læknandi eiginleika burnirótar, svo sem það að hún virðist verka vel gegn stressi, þunglyndi, mígreni og einbeitingarskorti, en virkni hennar virðist svipa til ginsengs.[3]

Burnirót hefur verið notuð í hefðbundnum kínverskum lækningum þar sem hún er kölluð hóng jǐng tiān (红 景 天).

Tilvísanir[breyta]

  1. Orðabók Háskólans
  2. „Burnirót“. Flóra Íslands. Skoðuð 5. september 2012.
  3. „Burnirót - Original Artic Root“. heilsa.is. Skoðuð 5. september 2012.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


Einkennismerki Wikiorðabókar
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Einkennismerki Wikilífvera
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.