Burn Notice (5. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fimmta þáttaröðin af Burn Notice var frumsýnd 23. júní 2011 og sýndir voru 18 þættir.

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Gestaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Company Man Matt Nix Stephen Surjik 23.06.2011 1 - 63
Sex mánuðum eftir handtöku Vaughn hefur Michael unnið með Bandarísku leyniþjónustunni (CIA) til að finna þá sem voru á listanum yfir þá sem brenndu hann. Aðeins einn maður er eftir á listanum John Kessler sem drepur sjálfan sig en að horfast í augun á Michael og CIA.
Bloodlines Alfredo Barrios, Jr. Colin Bucksey 30.06.2011 2 - 64
Michael þarf að finna jafnvægi í því að vinna fyrir CIA og í að aðstoða unga konu sem var rænt af Yakuza mannræningjum.
Mind Games Michael Horowitz Scott Peters 07.07.2011 3 - 65
Nate bróðir Michaels biður hann um aðstoð eftir að ekkja vinar hans lendir í okurkarli. Á sama tíma reynir Fiona að láta Michael að sleppa fortíðinni.
No Good Deed Rashad Raisani og Ben Watkins Jeremiah Chechik 14.07.2011 4 - 66
Liðið aðstoðar Paul, bróður Barrys sem lendir í því að tölvuþjóni er stolið frá stéttarfélagi kennara. Á sama tíma þá aðstoðar hann Max í að stela mikilvægum tölvuleyndarmálum. Í lok þáttarins þá labbar Michael inn á morðið á Max samstarfsmanni sínum hjá CIA.
Square One Ryan Johnson og Peter Lalayanis Marc Roskin 21.07.2011 5 - 67
Micahel aðstoðar Ethan, ungan hermann sem vantar aðstoð í að finna hættulegan svikahrapp sem setti systur hans á spítala. Á sama tíma þá aðstoðar Michael CIA fulltrúann Kim Pearce í að finna morðingja Max.
Enemy of My Enemy Jason Tracey Jonathan Frakes 28.07.2011 6 – 68
Michael aðstoðar CIA í endurheimta loftfar frá serbnesku mafíunni. Á sama tíma þá reyna Fiona og Madeline að finna upplýsingar um manninn sem lék Michael í tengslum við morðið á Max.
Besieged Craig O´Neill Stephen Surjik 04.08.2011 7 - 69
Michael aðstoðar eiginkonu manns sem hefur tekið son þeirra til herbúða í eigu rótækra manna. Á sama tíma þá reyna Fiona og Jesse að fylgjast með Jacob Stark manninum sem tengist Michael og morðinu á Max.
Hard Out Rashad Raisani Craig Siebels 11.08.201 8 - 70
Michael og Jesse fara með CIA fulltrúanum Pearce í vettvangsferð til Karabískrar eyju en lenda í vandræðum þegar hópur málaliða lokar á útgönguleið þeirra. Á sama tíma þá aðstoðar Fiona fyrrverandi kærasta sinn til að fá upplýsingar um sprengumanninn sem drap Stark.
Eye For an Eye Michael Horowitz Jeremiah Chechik 18.08.2011 9 - 71
Fiona og Jesse aðstoða eiganda lyfjafyrirtækis sem á í vandræðum með innbrotsþjóf. Á sama tíma þá yfirheyra Sam og Michael sprengjumanninn Lucien í tengslum við morðið á Max.
Army of One Alfredo Barrios, Jr. Tawnia McKiernan 25.08.2011 10 - 72
Michael astoðar Jesse með öryggisstarf á flugvelli sem endar í gíslatöku. Á sama tíma þá reyna Sam og Fiona að finna Tavian morðingja Max. CIA fulltrúinn Pearce nálgast sannleikann um morðið á Max.
Better Halves Lisa Joy Michael Smith 01.09.2011 11 - 73
Michael og Fiona leika hjón til að geta nálgast efnavopnasérfræðing og konu hans á dvalarstað í Suður-Ameríku. Á samatíma þá reyna Sam og Jesse að leiða morðingja Max í gildru. Þátturinn endar á því að Pearce handtekur Michael fyrir morðið á Max.
Dead to Rights Jason Tracey Matt Nix 08.09.2011 12 - 74
Með aðstoð frá Sam og Jesse þá nær Michael að sannfæra Pearce að hann sé ekki morðinginn heldur Tavian. Á sama tíma þá snýr Larry aftur en hann hefur rænt geðlækninum Anson. Larry neyðir Michael í að brjótast inn í Breska sendiráðið sem endar með því að Fiona sprengir það upp og drepur í leiðinni Larry og tvo öryggisverði.
Damned If You Do Matt Nix Stephen Surjik 03.11.2011 13 - 75
Michael og Fiona ferðast til Puerto Rico þar sem þau verða að ræna fjármálahakkara fyrir Anson. Á sama tíma þá þarf Madeline að nálgast upplýsingar frá lögreglunni fyrir Sam og Jesse.
Breaking Point Ben Watkins og Rashad Raisani Renny Harlin 10.11.2011 14 - 76
Michael aðstoðar vin sinn Ricky í að finna morðingja bróður hans og æskuvinar Michaels, Andre. Á sama tíma þarf Michael að eyða upplýsingum um Anson í gagnagrunni CIA og Fiona reynir að finna út plan Ansons.
Necessary Evil Craig O´Neill Alfredo Barrios, Jr. 17.11.2011 15 – 77
Michael nýtur aðstoðar Sam og Jesse í að finna vísindamann sem var rænt af afrískum stríðsherra. Á sama tíma uppgvöta Fiona og Michael að Benny kærasti Madeline vinnur fyrir Anson.
Depth Perception Peter Lalayanis og Ryan Johnson Craig Siebels 01.12.2011 16 - 78
Michael aðstoðar Beatriz vinkonu Sams frá Kólumbíu en hún á í vandræðum með rússneskan njósnara. Á sama tíma ferðast Jesse og Fiona til Caymaneyjanna til að aðstoða Anson með að færa stóra peningaupphæð af lokuðum bankareikningi.
Acceptable Loss Ben Watkins Jonathan Frakes 08.12.2011 17 - 79
Jesse aðstoðar gamlan sin Ian sem telur að yfirmaður sinn sé að smygla blóðdemöntum inn í landið gegnum diplómískar leiðir. Á sama tíma þá finna Fiona og Michael upplýsingar frá bankareikningum Ansons sem tengir hann við Vaughn.
Fail Safe Matt Nix Renny Harlin 15.12.2011 18 - 80
Michael fær sitt eigið CIA lið í þeim tilgangi að ræna manni sem sérhæfir sig í að finna njósnara. Á sama tíma þarf Michael að koma í veg fyrir áætlun Anson, sem er að brenna CIA lið hans og að koma í veg fyrir að Fiona gefi sig fram. Þátturinn endar á því að Fiona gefur sig fram til Alríkislögreglunnar fyrir aðild sína að sprengjutilræðinu á breska sendiráðið.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]