Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey
Merki Siglingafélags Reykjavíkur, Brokeyjar
Stofnað 1971
Aðstaða Nauthólsvík, Reykjavíkurhöfn, Reykjavík, Íslandi
Formaður Gunnar Sigurðsson
Aðili að ÍBR, SÍL
Virkar deildir
Kjölbátasiglingar

Kænusiglingar

Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey er félag áhugafólks um siglingar í Reykjavík. Félagið stendur fyrir vikulegum siglingakeppnum á Kollafirði á hverjum þriðjudegi yfir sumartímann. Að auki heldur félagið námskeið í kjölbáta- og kænusiglingum fyrir börn og fullorðna á hverju ári. Ólympískir kappróðrar hafa líka verið stundaðir innan félagsins.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Félagið var stofnað 7. febrúar 1971 af nokkrum áhugamönnum um siglingar. Félagið átti að vera vettvangur fyrir kænusiglingar þeirra sem vaxnir væru upp úr Siglunesi, sem er siglingaklúbbur innan ÍTR stofnaður árið 1962. Sama ár og Brokey var stofnuð, var Siglingafélagið Ýmir stofnað í Kópavogi hinum megin við Fossvoginn.

Brokey kom sér fljótlega upp aðstöðu fyrir kænu- og seglbrettasiglingar í gamla flugvallarhótelinu „Hotel Ritz“ (áður Transit Camp) í Nauthólsvík. 1977 eignaðist félagið fyrsta félagsbátinn, Wayfarer-kænu, með stuðningi Íþróttabandalags Reykjavíkur. 1987 voru settar upp sérdeildir fyrir kjölbátasiglingar, kænusiglingar og seglbrettasiglingar og upp úr 1990 var kappróðradeild stofnuð innan Brokeyjar.

Lengi vantaði hentuga aðstöðu fyrir stærri kjölbáta en 1989 var sett upp flotbryggja við Ingólfsgarð í Reykjavíkurhöfn og 1994 var tekin í notkun félagsaðstaða í skemmum við Austurbugt. 2006 var skemman síðan rifin vegna framkvæmda við Tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykjavík. Síðan þá hefur félagið haft félagsaðstöðu í bráðabirgðahúsnæði á Ingólfsgarði auk aðstöðunnar í Nauthólsvík.

Formenn[breyta | breyta frumkóða]

Mótahald[breyta | breyta frumkóða]

Siglingafélögin á Íslandi skipta með sér flestum siglingamótum sumarsins en Brokey hefur oftast haft með höndum a.m.k. „Sjómannadagsmót“ á Hátíð hafsins, „Þjóðhátíðarmót“ 17. júní í Reykjavík, „Faxaflóamót“ frá Reykjavík til Akraness og (síðasta ár) „Ljósanæturkeppni“ frá Reykjavík til Keflavíkur auk annarra móta. Félagið heldur líka Reykjavíkurmótið, röð æfingakeppna á hverjum fimmtudegi allt sumarið.

Titlar[breyta | breyta frumkóða]

Íslandsmeistarar í kjölbátasiglingum[breyta | breyta frumkóða]

1982 (Assa) · 1984 (Assa) · 2001 (Besta) · 2005 (Besta) · 2006 (Besta) · 2007 (Besta) · 2008 (Dögun) · 2009 (Dögun) · 2010 (Dögun) · 2011 (Dögun) · 2012 (Dögun) · 2013 (Dögun) · 2014 (Dögun)

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]