Broddur (stafmerki)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Broddur[1] ( ´ ) er stafmerki notað á ýmsum tungumálum sem eru rituð með latnesku, grísku eða kýrillísku stafrófi. Hann er notaður meðal annars til að tákna áherslu á atkvæði, lengd sérhljóðs, hvort sérhljóð sé frammælt eða uppmælt, og hvort hljóð sé gómmælt. Á sumum tungumálum er hann notaður til að greina á milli orða sem væru annars rituð alveg eins. Á íslensku eru stafirnir með broddum (á, é, í, ó, ú, ý) sér og ekki afbrigði samsvarandi broddlausra stafa (a, e, i, o, u, y).

Notkun[breyta | breyta frumkóða]

Sem áherslumerki[breyta | breyta frumkóða]

Broddurinn merkir á hvaða atkvæði áherslan er lögð á eftirfarandi málum:

  • búlgörsku. Áherslan er breytileg en er yfirleitt ekki táknuð nema tvö orð séu rituð eins.
  • dönsku, norsku og sænsku. Broddurinn er notaður með orðum sem enda á -e og áherslu á síðasta atkvæði, til dæmis merkir armen „armurinn“ en armé(e)n „herinn“; og ide „greni“ en idé „hugmynd“. Broddurinn er líka notaður til að merkja áherslu í orðunum en/én og et/ét, sem eru annars vegur töluorðið „einn“ og annars vegar óákveðinn greinir (í samkyni og hvorugkyni). Broddinn er líka að finna í sumum tökuorðum úr frönsku, svo sem filé og kafé.
  • galisísku
  • grísku, þar sem hann merkir áhersluna í hverju orð með fleiri en einu atkvæði ά: (á), έ (é), ή (í), ί (í), ό (ó), ύ (ý), ώ (ó).
  • hollensku, þar sem hann er meðal annars notaður til að merkja hvar áherslan liggur (vóórkomen – voorkómen, sem þýða „eiga sér stað“ og „koma í veg fyrir“). Stundum er hann notaður til að greinna milli orða, t.d. één – een, annað orðið þýðir „einn“ en hitt er óákveðinn greinir.
  • katalónsku, þar sem hann er notaður með sérhljóðunum é, í, ó, ú.
  • oksítönsku, þar sem hann er notaður með sérhljóðunum áéíóú.
  • portúgölsku, með áéíóú.
  • rússnesku
  • spænsku
  • velsku. Yfirleitt er áherslan á næstsíðustu átkvæðinu en þegar hún er á öðru átkvæði er það táknað með broddi: áéíóúý.

Sem aðgreiningarmerki[breyta | breyta frumkóða]

Broddurinn er notaður til að greina milli ákveðinna orða á eftirfarandi málum:

  • dönsku. Mörg örð á dönsku eru rituð eins, þó merkingar þeirra geti verið nokkuð öðruvísi. Dæmi um orð þar sem broddurinn er notaður sem aðgreiningarmerki eru: en „one“ sbr. en óákveðinn greinir; fór „fór“ sbr. for „fyrir“; véd „veit“ sbr. ved „við“ (forsetning); gǿr „geltir, gáir“ sbr. gør „gerir“; dǿr „deyr“ sbr. dør „dyr“; allé „sund, braut“ sbr. alle „allir“. Þar að ofan er hann notaður í boðháttarmyndum sagnorða sem enda á -ere, en án loka-e gætu þau verið mistúlkuð sem nafnorð í fleirtölu (mörg þeirra enda á -er): til dæmis analysér „greindu/greinið“, af analysere „að greina“, á móti analyser „greiningar“, fleirtölumynd orðsins analyse „greining“. Þessi notkun er valfrjáls.

Sem framlenging á stafrófinu[breyta | breyta frumkóða]

Á eftirfarandi málum eru stafir með broddum ekki taldir afbrigði broddlausra stafa, heldur sér stafir:

  • færeysku, með sérhljóðunum á, í, ó, ú og ý. Þessir stafir eru taldir einstæðir frá stöfunum a, i, o, u og y en framburðurin er öðruvísi.
  • íslensku, á öllum sérhljóðunum á, é, í, ó, ú og ý. Eins og á færeysku eru þessir stafir taldir sér og ekki sem afbrigði broddlausra stafanna a, e, i, o, u og y.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands (2003). „Íslensk táknaheiti“ (PDF). Íslensk málnefnd. Sótt 10. maí 2015.
Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.