Breiddargráða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Breiddarbaugur)

Breiddargráða, sem gjarnan er táknuð með gríska stafnum φ (fí), gefur upp staðsetningu á jörðinni eða öðrum hnetti norðan eða sunnan miðbaugs.

Breiddargráða er hornrétt mæling á staðsetningu þannig að hornið er 0° við miðbaug, en 90° við heimskautin. Aðrar breiddargráður sem eru mikilvægar eru krabbabaugur (einnig kallaður hvarfbaugur nyrðri; breiddargráða 23°27′ norður) og steingeitarbaugur (einnig kallaður hvarfbaugur syðri; breiddargráða 23°27′ suður); norðurheimskautsbaugur (66°33′ norður), og suðurheimskautsbaugur (66°33′ suður). Eingöngu á breiddargráðum á milli hvarfbauganna getur sólin náð hæsta punkti á himni. Eingöngu innan heimskautsbauganna (breiddargráður stærri en 66°33′ til norðurs eða suðurs) er miðnætursól sjáanleg.

Allar staðsetningar á gefinni breiddargráðu eru sagðar samsíða, þar sem þær eru á samsíða fleti, og allir slíkir fletir eru samsíða miðbaug. Breiddargráðulínur aðrar en miðbaugur eru smærri hringir á yfirborði jarðar: Þeir eru ekki gagnvegir sökum þess að stysta lína milli tveggja punkta á sömu breiddargráðu krefst þess að fjarlægjast miðbaug.

Breiddargráða skilgreinir lauslega hita- og veðurfarstilhneigingar, heimskautaljós, ríkjandi vindátt og önnur eðlislegum einkenni landfræðilegra staðsetninga.

Hverri breiddargráðu er skipt upp í 60 mínútur, sem hverri um sig er skipt í 60 sekúndur. Breiddargráða er því rituð á forminu 64° 05′ 20" N (breiddargráða ráðhúsklukkuturnsins í Garðabæ). Annar ritháttur er að nota gráður, mínútur og brot úr mínútu, t.d. 64° 05,297′ N (sami punktur). Stundum er norður-/suður-viðskeytinu skipt út þannig að mínusmerki tákni suður.

Breiddarbaugar[breyta | breyta frumkóða]

Hægt er að draga óteljandi marga hringi umhverfis jörðina með þeim hætti sem lýst er að ofan, á bilinu [-90°, 90°]. Þessir hringir eru kallaðir breiddarbaugar, og eru þeir misstórir - ummál þeirra er næstum núll við pólanna, en jöfn ummáli jarðar við miðbaug.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu