Garðakál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Brassica oleracea)
Garðakál
Villt garðakál
Villt garðakál
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Krossblómabálkur (Brassicales)
Ætt: Krossblómaætt (Brassicaceae)
Ættkvísl: Kál (Brassica)
Tegund:
B. oleracea

Tvínefni
Brassica oleracea
L.

Garðakál (fræðiheiti Brassica oleracea) er káltegund upprunnin við strendur Suður- og Vestur-Evrópu. Það þolir vel salt og kalk en illa samkeppni frá öðrum jurtum. Garðakál er stór tvíær jurt sem myndar breið og þykk græn blöð sem geyma vatn og næringarefni fyrir blómgunina sem fer fram á seinna árinu. Vitað er að garðakál var ræktað á tímum Forngrikkja og Rómverja og hefur líklega verið orðið vel þekkt sem grænmeti löngu fyrir þann tíma. Til er fjöldinn allur af afbrigðum garðakáls, svo sem grænkál, hvítkál, blómkál, spergilkál, rósakál og skrautkál.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.