Brasídas

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Brasídas (forngríska: Βρασίδας) (d. 422 f.Kr.) var spartverskur herforingi í Pelópsskagastríðinu. Hann lést í orrustunni við Amfipólis árið 422 f.Kr. en fráfall hans og aþenska stjórnmálamannsins Kleons, sem einnig féll í sömu orrustu, greiddu götuna fyrir friðarsamningum Níkíasar ári síðar.