Bolli Þorleiksson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bolli Þorleiksson er sögupersóna í Laxdæla sögu. Hann var fóstbróðir Kjartans Ólafssonar en kom á undan Kjartani heim frá Noregi og giftist Guðrúnu Ósvífursdóttur, sem hafði lofað Kjartani að sitja í festum í þrjú ár. Þegar Kjartan kom heim varð missætti með honum og Bolla og Guðrúnu og fór svo að Bolli gerði Kjartani aðför og drap hann. Í hefndarskyni fóru bræður Kjartans og fleiri að Bolla og Helgi Harðbeinsson drap hann.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.