Blálilja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Blálilja
Blálilja (Mertensia maritima).
Blálilja (Mertensia maritima).
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Varablómabálkur (Lamiales)
Ætt: Munablómaætt (Boraginaceae)
Ættkvísl: Mertensia
Tegund:
M. maritima

Tvínefni
Mertensia maritima
(L.) Gray

Blálilja (fræðiheiti: Mertensia maritima) er fjölær jurt sem vex með jörðu í sand- og malarfjörum í Evrópu og Norður-Ameríku. Stönglarnir eru sléttir og blöðin egglaga með oddi og alveg hárlaus. Blómin eru lítil, blá og bjöllulaga. Á Íslandi finnst blálilja í fjörum allt í kringum landið.

Í blöðunum er dímetýlsúlfíð sem er sama efnið og er uppistaðan í lykinni af ostrum.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Mertensia maritima“, Wikipedia (enska), 17. nóvember 2023, sótt 20. nóvember 2023
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.