Blálanga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Blálanga

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Þorskfiskar (Gadiformes)
Ætt: Þorskaætt (Gadidae)
Ættkvísl: Langa (Molva)
Tegund:
M. dypterygia

Tvínefni
Molva dypterygia

Blálanga (fræðiheiti: Molva dypterygia) er af þorskaætt.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Blálanga er meðalstór fiskur sem er venjulega á milli 70 – 110 cm að lengd og nær allt að 20 ára aldri. Lengstu blálöngur sem hafa mælst var 153 cm en fiskurinn vex þó frekar hægt. Blálangan verður kynþroska  við 9 – 11 ára aldur og hrygnir frá febrúar – apríl djúpt fyrir vestanvert Ísland. Fiskurinn er frekar mjósleginn og langur fiskur sem á ættir sínar að rekja til þorskfiska. Fiskurinn er með frekar netta og mjóa ugga. Bakugginn er þó undantekning en hann er lengri en hinir uggarnir. Blálangan er ekki eins blá og mætti halda. Fiskurinn er frekar gráleitur en það er að finna örlítinn bláan lit á fisknum. Fiskurinn er ljós að neðan eins og aðrar tegundir fiska til að falla betur að umhverfinu. Fiskurinn er með útstæðan neðri kjálka og beittar tennur. Augun eru stór svo fiskurinn sjái vel á miklu dýpi þar sem lítið er um birtu. Stærð augnanna er einn að þeim þáttum sem aðskilur blálöngu frá venjulegri löngu en aðrir þættir eins og lengd kviðugga aðskilur þessar tegundir líka.

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Blálanga finnst allt í kringum Ísland en er þó mun algengari í hlýrri sjó. Fiskinn er því mest að finna fyrir suðvestanvert landið. Blálanga er að finna á 130 – 1500 m dýpi. Kjördýpi fisksins er þó 300 – 800 m dýpi og er hann aðallega að finna þar. Blálöngu má finna í Miðjarðarhafinu og Norður Atlandshafinu frá Evrópu til Íslands og alla leið til Norður Ameríku

Stofn og afli við Ísland[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2010 var afli tæp 7000 tonn hér við land. Það var mesti blálönguafli hér við land en annars hefur afli hér við land verið um 1000 – 3000 tonn. Árið 2015 var afli hér við land 1939 tonn. Fiskurinn hefur verið að veiðast í auknum mæli sem meðafli við karfa og grálúðuveiðar dúpt vestur af Vestfjörðum. Áður veiddist blálanga mest á línu en síðustu ár hefur hlutdeild botntrolla aukist mikið og skiptist aflinn nokkur megin jafnt milli þessara veiðafæra í dag.

Veiðistofn blálöngu stækkaði umstalsvert á árunum 2006 – 2010 og jukust veiðar hratt á sama tíma. Eftir árið 2010 hefur stofninn minnkað umtalsvert.

Nýting[breyta | breyta frumkóða]

Blálanga er ekki mikið nýtt á Íslandi en mestur hluti aflans er lausfrystur og fluttur úr landi. Helstu löndin sem lausfryst blálanga er seld eru: Spánn, Bretland, Holland, Þýskaland og fl. Blálöngu má finna á einstaka veitingarhúsum á Íslandi og þykir fiskurinn vera góður matur.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikilífverur eru með efni sem tengist