Björn Þorsteinsson sagnfræðingur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Björn Þorsteinsson (20. mars 1918 - 6. október 1986) var sagnfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands.

Foreldrar Björns voru Þorsteinn Björnsson og Þuríður Þorvaldsdóttir og föðurafi hans var Björn Eysteinsson heiðarbóndi. Björn lauk stúdentsprófi utanskóla 1941 og kandidatsprófi í íslenskum fræðum með sögu að sérgrein árið 1947. Hann kenndi íslensku og sögu í Gagnfræðaskóla Reykjavíkur frá 1943. Veturinn 1948-49 var hann í framhaldsnámi í London. Björn samdi yfirlitsrit um Íslandssögu og kom fyrsta bindið Islenska þjóðveldið út árið 1953 og síðar Íslenska skattlandið sem var saga Íslands frá 1262-1400.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Björn Þorsteinsson, Saga, 1. tölublað (01.01.1987), Blaðsíða 7