Bindiskylda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bindiskylda er eitt af stjórntækjum Seðlabanka, ásamt lausafjárskyldu og stýrivöxtum, til að hafa stjórn á magni lausafjárs í umferð. Í stuttu máli er bindiskylda sett á lánastofnanir eins og viðskiptabanka og segir að ákveðið hlutfall af innlánum þess skuli fara á reikning hjá Seðlabankanum, þ.e.a.s. hluti innlána banka er lögð á reikning hjá Seðlabankanum og dregur þannig úr getu banka til útlána.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Hvernig eykst magn peninga í umferð í heiminum?“. Vísindavefurinn.