Bergur Thorberg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bergur Thorberg (23. janúar 182921. janúar 1886) var landshöfðingi frá 1882 til 1886 og var annar í röð þeirra þriggja sem gegndu landshöfðingjaembættinu.

Bergur var fæddur á Hvanneyri í Siglufirði, sonur séra Ólafs Hjaltasonar Thorberg og Guðfinnu Bergsdóttur konu hans. Hann lauk stúdentsprófi árið 1851 og lögfræðiprófi frá Hafnarháskóla árið 1857. Bergur varð aðstoðarmaður í danska dómsmálaráðuneytinu árið 1857 og amtmaður í vesturamtinu árið 1866. Hann sat þá í Stykkishólmi. Hann varð jafnframt amtmaður í suðuramtinu árið 1872 en þá voru embættin sameinuð.

Bergur flutti til Reykjavíkur árið 1873. Hann var bæjarfulltrúi í Reykjavík 1876 - 1883 og konungskjörinn alþingismaður 1865 - 1883. Hann var settur til að gegna landshöfðingjaembættinu í fjarveru Hilmars Finsen 1882 og síðan skipaður landshöfðingi og gegndi því embætti til dauðadags.

Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sesselja Þórðardóttir umboðsmanns Bjarna í Sviðsholti en eftir lát hennar giftist hann Elínborgu dóttur Péturs Péturssonar biskups.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.