Baskneska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Baskneska
Euskara
Málsvæði Baskaland (sem er í Spánni og Frakklandi)
Heimshluti Suðvestur Evrópa
Fjöldi málhafa 1.033.900
Ætt Einangrað
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Baskaland
Stýrt af Euskaltzaindia
Tungumálakóðar
ISO 639-1 eu
ISO 639-2 baq
SIL BAQ
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.
Basque Country in Spain and France
Basque Country in Spain and France
Mállýskur

Baskneska (baskneska: Euskara) er tungumál sem talað er í Baskalandi. Baskaland er svæði á Norður-Spáni og Suðvestur-Frakklandi. Baskar eru að reyna að verða sjálfstætt ríki en þeir hafa ekki hlotið sjálfstæði frá Spáni og Frakklandi. Menning Baska er frábrugðin menningu Frakka og Spánverja. Til dæmis er baskneska tungumálið eitt sinnar tegundar og líkist hvorki spænsku, frönsku né öðrum rómönskum tungumálum. Baskneska tungumálið tilheyrir ekki neinni tungumálaætt og er því ekki indóevrópskt mál eins og flest tungumál sem töluð eru nálægt Baskalandi. Elstu textar er frá 1500. Mállýskur eru 8 og innihalda mörg tökuorð úr nálægum málum eins og spænsku, frönsku, latínu.

Nokkrar setningar og orð[breyta | breyta frumkóða]

  • Bai = Já
  • Ez = Nei
  • Kaixo! = Halló!
  • Agur! = Bless
  • Ikusi arte = Við sjáumst!
  • Eskerrik asko! = Takk
  • Egun on = Góðan dag(inn)
  • Arratsalde on = Gott kvöld
  • Gabon = Góða nótt
  • Mesedez = Gjörðu svo vel
  • Barkatu = Afsakið, fyrirgefðu
  • Zer Moduz = Hvað segirðu?
  • Zorionak = til hamingju
  • Zu = þú
  • Ilargia = tungl
  • Argia = ljós
  • Neska = stelpa
  • Mutil = strákur
  • Oso ondo = mjög gott/vel

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]