Barn náttúrunnar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Barn náttúrunnar er skáldsaga sem kom út árið 1919 og var fyrsta bók Halldórs Laxness. Bókina skrifaði hann aðeins 16 ára gamall en hún kom út þegar hann var 17 ára.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Barn náttúrunnar segir frá unglingsstúlkunni Huldu og Randveri sem kemur til Íslands og þráir að vinna þar sem bóndi. Hulda og Randver kynnast og verða ástfangin. Það sem Hulda elskar einna helst við Randver er að hann er ríkur og getur ferðast með hana um heiminn, en Randver langar að vera á Íslandi, vinna og þurfa að hafa fyrir því að græða peninga. Þegar Hulda kemst að því fer hún frá honum. Á endanum hefur ástin þó yfirhöndina og Hulda ákveður eftir allt saman að vera á Íslandi með Randveri.

Boðskapur sögunnar er sá að fólk þarf að hafa fyrir því að hafa það gott. Mikil vinna og erfiði gefur af sér ávexti og gleðina við að hafa afrekað eitthvað.

Gleðina fann ég aldrei. Ég hlaut gull en einga gleði. Og samviskan ávítaði mig frá morgni til kvölds.
 
— Randver. Kafli 3 síða 29
  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.