Boeing B-52 Stratofortress

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá B-52)
Sprengjum varpað á Víetnam 1965 eða 1966.

Boeing B-52 Stratofortress er langdræg sprengjuflugvél frá Boeing með 32 tonna burðargetu. Bandaríski flugherinn hefur notað þessar vélar frá því þær komu á markað árið 1955. Upphaflega voru þær hannaðar til að bera kjarnavopn í kalda stríðinu en hafa oftast borið hefðbundnar sprengjur. Í Persaflóastríðinu var 40% af sprengjum Bandaríkjamanna varpað úr slíkum vélum.