Auðunn Blöndal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Auðunn Blöndal (fæddur 8. júlí 1980 á Sauðarkróki) betur þekktur Auddi og Auddi Blö, er íslenskur leikari, skemmtikraftur, útvarpsmaður og sjónvarpsmaður.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

70 mínútur[breyta | breyta frumkóða]

Hann hóf feril sinn í þættinum 70 Mínútur á Popptíví árið 2001 með því að hjálpa Sigmari Vilhjálmssyni og Jóhannesi Ásbjörnssyni (ganga almennt undir gælunöfnunum Simmi og Jói) með falda myndavél. Síðar var Auðunn meira og meira í þáttunum og varð einn af stjórnendum þáttarins þegar Jóhannes hætti, en þá voru Auðunn, Sigmar og Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi) með þáttinn. Þeir gáfu út diskinn Besta úr 70 Mínútum sem seldist í yfir 5.000 eintökum og Besta úr 70 Mínútum 2 sem seldist í yfir 10.000 eintökum. Þeir gáfu einnig út diskinn Besta úr 70 Mínútum 3. Sigmar hætti í þættinum 2003 og voru þeir Auðunn og Sverrir (Auddi og Sveppi) einir með þáttinn þar til í byrjun árs 2004 þegar Pétur Jóhann Sigfússon gekk til liðs við þá, en hann hafði leikið með þeim í Svínasúpunni. Þeir stýrðu þættinum til 20.desember 2004 ásamt innslögum frá Huga Halldórssyni eða Ofurhuga. [1] Fyrir framlag sitt til þáttanna hlaut Auðunn tilnefningu til Eddu verðlaunana sem sjónvarpsmaður ársins.[2]

Strákarnir[breyta | breyta frumkóða]

Þá færðu þeir sig yfir á Stöð 2 með þáttinn Strákarnir sem var með svipuðu sniði og 70 Mínútur nema bara 25 mínútur og ekki í beinni útsendingu, og allt fyrir fram unnið en 70 Mínútur var yfirleitt unnið samdægurs. Strákarnir gengu til ársins 2006 en þá hættu þeir samstarfinu í .[3][4]

Tekinn[breyta | breyta frumkóða]

Auðunn byrjaði með þáttinn Tekinn þar sem hann hrekkti fræga einstaklinga með falinni myndavél. Þátturinn var til ársins 2007. [5]

Hann lék einnig þættinum Stelpurnar árið 2006 ásamt Pétri og Sverri. Árið 2008 lék hann í Ríkinu, og 2009 stýrði hann þáttunum Atvinnumennirnir Okkar þar sem hann heimsótti fræga boltastráka frá Íslandi.

Auddi og Sveppi[breyta | breyta frumkóða]

Hann og Sveppi hófu samstarf sitt á ný árið 2009 með þáttinn Auddi og Sveppi sem var á dagskrá til 2011.

FM95Blö[breyta | breyta frumkóða]

2011 byrjaði hann með útvarpsþáttinn FM95Blö á FM957. Upphaflega voru þættirnir fjórum sinnum í viku, og ávallt gestastjórnandi með honum (alltaf sami á hverjum vikudegi). Á mánudögum var Björn Bragi með honum, en honum var fljótt skipt út fyrir Pétur Jóhann, á þriðjudögum Sverrir Þór Sverrisson (betur þekktur sem Sveppi ), á fimmtudögum Hjörvar Hafliðason (Oft þekktur sem Hjöbbi K og Maður Þjóðarinnar og föstudögum Egill Einarsson (Betur þekktur sem Gillz), en þegar Auðunn tók að sér verkefni sem kynnir Ísland Got Talent fækkuðu þáttunum í einn í viku, á föstudögum, en þá hélt Egill sínum sessi sem gestastjórnandi, en þá gekk Steinþór Hróar Steinþórsson (þekktur sem Steindi Jr.) einnig til liðs við þá.

Draumarnir[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2010 var Auddi í þáttunum Ameríski Draumurinn ásamt Sveppa, Villa naglbít og Agli gillz Einarssyni . Í þeim þáttum fóru þeir um öll Bandaríkin og söfnuðu stigum með ýmsum áskorunum og földum myndavélum. 2012 var hann í Evrópska Draumnum sem gekk út á nokkurn veginn það sama og Ameríski Draumurinn nema það að hann var tekinn upp í Evrópu. Með honum í þáttunum voru Sveppi, Pétur Jóhann og Steindi Jr. 2017 eftir langt hlé tók hann þátt í Asíska draumnum sem gekk út á það sama og evrópski, 2018 í suður ameríski draumnum.

Sjónvarpsþátta og kvikmyndaferill[breyta | breyta frumkóða]

Ár Kvikmynd/Þáttur Hlutverk Athugasemdir og verðlaun
2001 70 mínútur Þáttastjórnandi
2003 Svínasúpan Leikari Einnig höfundur handrits
2005 Strákarnir Þáttastjórnandi
2006 Tekinn Þáttastjórnandi Einnig höfundur handrits
Stelpurnar Leikari
2007 Leitin að strákunum Dómari
2008 Ríkið Leikari Einnig höfundur handrits
2009 Auddi og Sveppi Þáttastjórnandi
Atvinnumennirnir Okkar Þáttastjórnandi
2010 Ameríski Draumurinn Keppandi Einnig höfundur handrits
2011 FM95Blö Þáttastjórnandi
Algjör Sveppi og töfraskápurinn Auddi leiðinlegi
2012 Evrópski Draumurinn Keppandi Einnig höfundur handrits
2014 Ísland Got Talent Þáttastjórnandi
Hreinn Skjöldur Leikari
2015 Atvinnumennirnir Okkar 2 Þáttastjórnandi
2016 Ég og 70 mínútur Þáttastjórnandi
2017 Steypustöðin Leikari Einnig höfundur handrits
Satt eða logið Keppandi
Asíski Draumurinn Keppandi Einnig höfundur handrits
2018 Steypustöðin 2 Leikari Einnig höfundur handrits
Víti í vestmannaeyjum Leikari
Suður-ameríski draumurinn Keppandi Einnig höfundur handrits
2019 Atvinnumennirnir okkar 3 Þáttastjórnandi
Rikki fer til Ameríku Þáttastjórnandi Einnig höfundur handrits
Allir geta dansað 2 Þáttastjórnandi
2020 Gullregn Leikari
Eurogarðurinn Leikari Einnig höfundur handrits
2021 Leynilögga Leikari
Stóra sviðið Þáttastjórnandi Einnig höfundur handrits


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „70 mínútur hætta á Popptíví“. Fréttablaðið. Sótt 26. júanúar 2013.
  2. „Edda 2005“. Dv. Sótt 26. júanúar 2013.
  3. „60 mínútur 3?“. Morgunblaðið. Sótt 26. júanúar 2013.
  4. „BESTA ÁSKORUNIN HINGAÐ TIL“. Fréttablaðið. Sótt 26. júanúar 2013.
  5. „AUÐUNN BLÖNDAL SNÝR AFTUR Á SKJÁINN Á NÆSTUNNI ÞEGAR ÞÁTTURINN TEKINN HEFUR GÖNGU SÍNA“. Fréttablaðið/Sirkus. Sótt 26. júanúar 2013.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]