Andspyrna (hreyfing)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Andspyrna er lauslegur hópur stjórnleysingja á Íslandi. Upphafsmaðurinn er Sigurður Harðarson, hjúkrunarfræðingur og pönk-söngvari, sem stofnaði vefsíðu Andspyrnu og bókasafn hennar. Engin skrá er haldin yfir meðlimi hópsins, en starfsemin felst í því að reka bókasafnið sem er til húsa í Reykjavíkur akademíunni en þar áður á ýmsum stöðum eins og Friðarhúsi, Kaffi Hljómalind og Tónlistarþróunarmiðstöðinni), selja bækur í distrói (bókamiðlun) Andspyrnu, þýða og gefa út bækur og bæklinga, sýna kvikmyndir og fleira. Á síðu Andspyrnu segir "Barátta anarkista snýst um að fella öll yfirvöld og útrýma allri pýramídalaga skipulagningu. Tvö orð - Án yfirvalds! - eru grunnurinn að hugmyndafræði anarkista; einföld og stutt setning, en flókin og margslungin í verki. Við munum kappkosta að gera grein fyrir fjölbreyttri flóru hugmynda og aðgerða innan anarkismans og eigna ekki neinni einstakri stefnu innan hans blaðið." [1]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Heimasíða Andspyrnu
  Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.