Amalíuborg

Hnit: 55°41′3″N 12°35′35″A / 55.68417°N 12.59306°A / 55.68417; 12.59306
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

55°41′3″N 12°35′35″A / 55.68417°N 12.59306°A / 55.68417; 12.59306

Amalíuborg séð frá óperuhúsinu

Amalíuborg (danska: Amalienborg Slot) er höll í Kaupmannahöfn í Danmörku. Höllin er bústaður dönsku konungsfjölskyldunnar. Amalíuborg er fjórar nákvæmlega eins hallir í rókokóstíl sem standa umhverfis átthyrnt torg. Höllin var byggð fyrir fjórar aðalsfjölskyldur í miðju Frederiksstaden-hverfinu sem stofnað var af Friðriki 5.

Hallirnar fjórar[breyta | breyta frumkóða]

Stytta af Friðriki V sem stendur á miðju Amalíuborgartorgi

Núverandi Amalíuborg stendur á grunni tveggja eldri halla. Fyrsta Amalíuborgin var Soffíu Amalíuborg sem var byggð af Soffíu Amalíu, drottningu Friðriks 3. á árunum 16691673. Þessi höll brann til grunna 19. apríl 1689 vegna óperusýningar þar sem sviðsljósin kveiktu í leikmyndinni. Í eldinum fórust 170 manns. Önnur Amalíuborgin var reist sem lítill sumardvalarstaður af Friðriki 4. eftir aldamótin 1700.

Núverandi Amalíuborg er talin hugmynd Johanns Hartwigs Ernst Bernstorff, sendiherra Dana í París og var reist að undirlagi Moltkes hirðmarskálks Friðriks 5. Hún var teiknuð af byggingameistara konungs, Nicolai Eigtved. Bygging hallarinnar hófst 1750 og var lokið við að byggja allar fjórar hallirnar 1760.

Þegar Kristjánsborgarhöll brann 26. febrúar 1794 keypti konungsfjölskyldan hallirnar fjórar og gerði að bústað sínum.

Samkvæmt teikningum Eigtveds af Fredrikstad og Amalíuborgar höllunum voru hallirnar fjórar, sem umkringdu torgið, byggðar sem höfðingjasetur fyrir fjölskyldur af heldri ættum. Allar hallirnar eru eins að utan en mjög ólíkar að innan. Svæðið sem átti að byggja hverja höll á var gefið völdum aðalsmönnum til að byggja á. Seinna meir voru þeir undanþegnir sköttum og skyldum. Eina skilyrðið var að hallirnar ættu að fylgja tilteknum byggingarstíl Fredrikstad og ættu að vera byggðar innan ákveðinna tímamarka.

Byrjað var að reisa hallirnar á vestur hliðinni árið 1750. Þegar Eigtved dó árið 1754 var búið að byggja báðar vestur hallirnar. Vinnu við hinar hallirnar var haldið áfram af samstarfsmanni Eigtveds, Lauritz de Thurah, samkvæmt áætlunum Eigtveds. Hallirnar voru fullgerðar árið 1760.

Hallirnar fjórar eru:

  • Höll Kristjáns VII, upprunalega Höll Moltkes, byggð fyrir Adam Gottlob Moltke hirðmarskálk.
  • Höll Kristjáns VIII, upprunalega Höll Levetzaus, byggð fyrir Christian Frederik Levertzau ráðherra.
  • Höll Friðriks VIII, upprunalega þekkt sem Höll Brockdorffs, byggð fyrir Joachim Brockdorff greifa.
  • Höll Kristjáns IX, upprunalega þekkt sem Höll Schacks, byggð fyrir Severin Løvenskjold ráðherra en vegna fjárhagsörðugleika tók Anne Sophie Schack greifynja við verkefninu 1754.

Allar hallirnar fjórar voru með aðalinngang sem sneri að Amalíugötu og þjónustuinngang sem sneri að Frederiksgade.

Höll Kristjáns VII
Höll Kristjáns VIII

Höll Kristjáns VII[breyta | breyta frumkóða]

Höll Kristjáns VII var upphaflega byggð fyrir Adam Gottlob Moltke. Þetta er suðvestur höllin og hefur hún verið notuð síðan 1885 til að hýsa og skemmta þekktum gestum sem og fyrir hátíðarhöld. Höll Moltkes var reist á árunum 17501754 af færustu iðnaðarmönnum og listamönnum þeirra tíma undir eftirliti Eigtved. Þetta var dýrasta höllin af öllum fjórum höllunum á byggingartíma hennar og hafði stórfenglegustu húsgögnin. Samkomusalurinn (Riddersalen) var með útskurði eftir Louis August le Clerc, málverk eftir François Boucher og skreytingar eftir Giovanni Battista Fossati og eru þekktar víða sem fínustu dönsku Rococo innréttingarnar.

Höll Kristjáns VIII[breyta | breyta frumkóða]

Höll Kristjáns VIII er einnig þekkt sem höll Levetzau og var upprunalega byggð fyrir Christian Frederik Levetzau, sem sat í ráðgjafarnefnd konungs, árin 1750-1760. Þetta er norðvestur höllin og var heimili Friðriks Danaprins til ársins 2011. Eftir að Eigtved dó árið 1754, fór umsjón með byggingu hallarinnar yfir í hendur Lauritz de Thurah sem var konunglegur arkitekt og sá hann um að verkið væri framkvæmt eftir áætlunum Eigtveds.

Höll Friðriks VIII
Höll Kristjáns IX

Höll Friðriks VIII[breyta | breyta frumkóða]

Höll Friðriks VIII er einnig þekkt sem höll Brockdorffs. Þetta er norðausturhöllin og var heimili Ingrid Danadrottningar þangað til hún lést árið 2000. Höllin hefur nýlega verið uppgerð og er heimili Friðriks krónprins og Mary krónprinsessu. Höllin var upprunalega byggð fyrir Joachim Brockdorff um 1750. Brockdorff dó árið 1763 og eignaðist Adam Gottlob Moltke yfirþjónn þá höllina. Moltke seldi hana tveimur árum seinna til Friðriks V.

Höll Kristjáns IX[breyta | breyta frumkóða]

Höll Kristjáns IX er einnig þekkt sem höll Schacks. Þetta er suðaustur höllin og hefur verið heimili konungsfjölskyldunnar síðan 1967. Byrjað var að byggja hana um 1750 af Eigtved og hafði arkitektinn Christian Josef Zuber fyrst umsjón með byggingunni svo Philip de Lange.

Konunglegu lífverðirnir[breyta | breyta frumkóða]

Hverri afleysingu stýrir einn yfirvörður
Yfirvörður

Amalíuborgar er gætt dag og nótt af Konunglegu lífvörðunum (danska: Den Kongelige Livgarde). Konunglegu verðir Danska hersins hafa þann tilgang að vernda öryggi konungsfjölskyldunnar og konunglegu kastalanna. Á hverjum degi á hádegi er varðaskipti, leggja verðirnir af stað klukkan 11:30 frá Rósenborgarhöll, ganga um götur Kaupmannahafnar og inn að Amalíuborg á slaginu 12:00. Vaktliðið sem er á vakt skiptir við verðina sem kom frá Rósenborgarhöll og gengur til Rósenborgarhallar. Vaktinni sinna þrjú vaktlið, hvert þeirra er á vakt í 24 tíma. Þegar drottningin dvelur í höllinni er það siður að hljómsveit fylgi lífvörðunum og eru þeir látnir vita með fyrirvara ef svo er.

Hver vörður er á tveggja tíma vakt. Þar standa verðirnir til skiptis fyrir framan varðmannsskýli og svo ganga þeir fram og til baka fyrir framan höllina. Reglan er sú að verðirnir ganga í 10 mínútur, og standa kyrrir í 5 mínútur. Eftir þessar tvær klukkustundir kemur út afleysing frá því vaktliði sem er á vakt þann dag.

Amalíugarður

Í varðarhúsinu er alltaf geymd rauð og blá ullarkápa og rauðir ullarvettlingar. Kápan er notuð þegar veðrið er kalt eða ef það rignir, vettlinganna er sjaldan þörf. Þegar skipting vaktliða á sér stað fer yfirvörður yfir öll varðarhúsin og sér til þess að allt sé í góðu ásigkomulagi.

Skiptingin sem á sér stað á hádegi er mjög vandað verk. Ferðafólkið er flest í hádeginu og það tekur myndir af skiptingunni og því verður allt að vera rétt og fagmannlega gert hjá vörðunum.

Amalíugarður[breyta | breyta frumkóða]

Amalíugarður (danska: Amaliehaven) er lítill garður staðsettur á milli Amalíuborgar og gosbrunnsins í Frederiksstaden-hverfinu í miðbæ Kaupmannahafnar. Garðurinn er nokkuð nýlegur þar sem hann var opnaður 1983 en hann var gjöf frá A.P. Møller og Chastine McKinney Møller stofnuninni.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]