Alfaamýlasi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alfaamýlasi (mjölvakljúfur) í munnvatni

Alfaamýlasi er ensím (amýlasi) sem rýfur alfatengi í stórum fjölsykrum eins og sterkju og glýkógenum og brýtur þær niður í maltósa og dextrín. Alfaamýlasi er algengasti amýlasinn í mönnum og dýrum. Hann finnst í fræjum með orkuforða í formi sterkju og myndast líka í nokkrum tegundum sveppa.

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.