Aldursgreining

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Aldursgreiningar í jarðfræði og fornleifafræði eru notaðar til þess að áætla aldur jarðmyndana og fornleifa. Aldursgreiningar byggja á mismunandi tækni og gefa annars vegar upp afstæðan aldur og hins vegar raunaldur.

Afstæður aldur ber saman aldur jarðlaga og jarðmyndana með því að greina leiðarlög, einkennissteingervinga eða mismunandi segulstefnur.

Raunaldur gefur hins vegar upp raunverulegan aldur jarðlaga og jarðmyndana í annað hvort almanaksárum eða kolefnisárum.

  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.