Alan Aldridge

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alan Aldridge (1971)

'

Alan Aldridge (fæddur 8. júlí 1943 í London, látinn 16. febrúar 2017) var breskur myndlistamaður og grafískur hönnuður.[1]

Starfsferill Aldridge hófst árið 1965 þegar hann hóf störf við myndskreytingar á bókakápur fyrir fyrirtækið Penguin Books. Eftir að hafa unnið þar í tvö ár fékk Aldridge stöðu sem yfirmaður listadeildarinnar. Þar fékk hann tækifæri til að kynna sinn eigin stíl. Árið 1968 stofnaði hann sitt eigið hönnunarfyrirtæki, INK, sem gerði meðal annars grafískar myndir fyrir Bítlana og Apple.

Milli áranna 1960 og 1970 myndskreytti hann fjöldann allan af plötuumslögum og hjálpaði þar með við mótun grafísks stíls þessa áratugar. Aldridge hannaði seríu af bókakápum vísindaskáldsagna fyrir Penguin Books. Hann varð umtalaður eftir myndskreytingar sem hann gerði fyrir Bítlana.

Frægasta verkið hans er líklega myndabókin The Butterfly Ball and the Grasshopper Feast (1973). Verkið byggist lauslega á The Butterfly's Ball, and the Grasshopper's Feast (1802) eftir ljóðskáldið William Roscoe. Aldridge vann bókina í samstarfi við rithöfundinn William Plomer. Roger Glover samdi rokk-óperu um efni myndabókarinnar.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Alan Aldridge, Album Cover Designer for The Who and Elton John, Dies“. Best Classic Bands. 18. febrúar 2017. Sótt 19. febrúar 2017.