Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Kort sem sýnir aðildarríki Alþjóðlega sakamáladómstólsins.

Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn var stofnaður árið 2002 sem varanlegur dómstóll til að meðhöndla sakamál eins og þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu, stríðsglæpi og árásarglæpi. Dómstólnum er ætlað að vera viðbót við dómskerfi einstakra ríkja þegar þeir dómstólar eru óhæfir eða óviljugir til að rannsaka slíka glæpi. Dómstóllinn lætur þannig einstökum ríkjum eftir lögsögu yfir meintum glæpamönnum. 104 ríki eiga aðild að dómstólnum sem er með höfuðstöðvar í Hag í Hollandi.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.