Alþýðuskýring

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Alþýðuskýring (eða þjóðskýring[1]) nefnast þær orðsifjar orða sem hafa ummyndast við það að málnotendur leitast við að tengja utanaðkomandi og framandi orð við kunnuglega orðliði. Við það skapast fölsk tengsl við kunnugleg orð, en sem eru oft alls óskyld erlenda orðinu.

Þjóðskýring[breyta | breyta frumkóða]

Helgi Hálfdanarson, þýðandi, var á móti heitinu alþýðuskýring, taldi það vera geigandi. Hann segir í riti sínu: Skynsamleg orð og skætingur sem kom út árið 1985:

Ósköp er það ógeðfellt orð „alþýðuskýring“, sem almennt mun notað fyrir „folkeetymologi“; það getur að óþörfu verið villandi. Betra væri þjóðskýring, sem væri af sama toga og þjóðsaga, þjóðtrú o.s.frv. [2]

Dæmi[breyta | breyta frumkóða]

  • Sumir halda að orðið „stígvél“ sé dregið af sögninni „að stíga“ og nafnorðinu „vél“ en það var upprunalega ritað: „stýfill“ í forníslensku. En orðið er komið af miðlágþýska orðinu stevel eða danska orðinu støvle sem aftur eiga rætur að rekja til ítalska orðsins: stivale, sem merkir sumarskór. [3]
  • Síðari orðliður orðsins „öræfi hefur engin tengsl við „ævi“ (líftími), líkt og sumir halda, heldur á hann rætur sínar að rekja til „hæfi“ (hófsemi, það að vera mátulegur, falla að.)[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Morgunblaðið 1991
  2. Skynsamleg orð og skætingur; Helgi Hálfdanarson; Ljóðhús 1985
  3. „Orðabók Háskólans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. febrúar 2005. Sótt 29. júlí 2008.
  4. Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðið 'öræfi', það er hvernig er það myndað? “ Vísindavefurinn, 24. september 2012. Sótt 4. nóvember 2017.