Aileen Wuornos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aileen Carol Wuornos.

Aileen Carol Wuornos (29. febrúar 19569. október 2002) var bandarískur raðmorðingi sem drap sjö manns í Flórída á árunum 1989 og 1990.

Fyrstu árin[breyta | breyta frumkóða]

Barnæska[breyta | breyta frumkóða]

Wuornos fæddist sem Aileen Carol Pittman þann 29. febrúar árið 1956 í Rochester, Michigan-fylki. Móðir hennar, Diane Wuornos, var aðeins sautján ára gömul þegar Wuornos fæddist og faðir hennar, Leo Dale Pittman sat í fangelsi fyrir nauðgun og morðtilraun gegn sjö ára stúlku. Þegar Wuornos var fjögurra ára yfirgaf móðir hennar hana og bróður hennar og amma og afi Wuornos ætttleiddu þau. Wuornos sakaði afa sinn um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Wuornos varð ólétt fjórtán ára og gaf það barn til ættleiðingar. Afi hennar henti henni síðan út þegar hún varð fimmtán ára og hélt hún þá til í skógi og byrjaði að starfa sem vændiskona. Árið 1974 byrjaði hún síðan að fremja ýmsa smáglæpi og fékk meðal annars á sig nálgunarbann vegna líkamsárásar.

Fyrstu glæpirnir[breyta | breyta frumkóða]

Það var svo árið 1974 sem Wuornos komst fyrst í kast við lögin og var handtekin í smábæ í Colorado. Hún var sökuð um akstur undir áhrifum áfengis, mjög truflandi framkomu og skjóta af byssu úr bifreið á ferð. Síðar var hún ákærð fyrir að mæta ekki fyrir dómara til að útskýra brot sín.

Árið 1976 húkkaði hún sér far til Flórída þar sem hún kynntist hinum 69 ára gamla Lewis Gratz Fell. Þau giftust sama ár en hún var aðeins 18 ára gömul. Þrátt fyrir giftinguna hélt hún áfram að koma sér í vandræði, þá sérstaklega á barnum í bænum og var á endanum dæmd í fangelsi fyrir líkamsárás.

Eiginmaður hennar, Lewis, varð einnig fyrir barðinu á henni og fékk nálgunarbann á hana. Þau hjónin skildu níu vikum eftir að þau gengu í hjónaband. Bróðir Wuornos, Keith, lést af völdum krabbameins í vélinda rétt áður en hún skildi og fékk hún 10.000 dali úr líftryggingu hans.

Wuornos var handtekinn margsinnis aftur fyrir glæpi. Það voru aðallega líkamsárásir og rán í sjoppum og þvíumlíkt.

Morðferill[breyta | breyta frumkóða]

Morð[breyta | breyta frumkóða]

30. nóvember árið 1989 framdi Wuornos sitt fyrsta morð. Fyrsta fórnarlamb hennar var miðaldra eigandi raftækjaverslunar, Richard Mallory. Í yfirheyrslum 1992 sagði Wuornos að hann hefði reynt að nauðga sér og hefði hún því drepið hann í sjálfsvörn. Illa útleikið lík Mallory fannst þrettán dögum síðar og hafði hann verið skotinn. Varð þessi atburður upphafið að árslöngu morðæði sem geysaði fram að handtöku hennar í janúar 1991. Alls framdi hún sjö morð, allt karlmenn á aldrinum 40 til 65 ára. Enginn vitni voru að morðunum hennar en tókst lögreglu þó að elta hana uppi og handtaka í kyrrþey.

Við yfirheyrslu hélt Wuornos því staðfast fram að allir mennirnir hafi nauðgað sér. Rúmlega ári síðar eftir handtöku hennar ákvað hún þó að koma hreint fram og viðurkenndi að Richard Mallory hefði verið sá eini sem nauðgaði henni. Hún sagði þó að hinir mennirnir hafi einnig ætlað sér að beita hana kynferðislegu ofbeldi og brugðið á það ráð að skjóta þá að fyrra bragði. Persónulega trúði hún því ávallt að aðgerðir hennar hafi verið réttlætanlegar.

Fórnarlömb[breyta | breyta frumkóða]

  • Richard Mallory, 51 ára
  • David Spears, 43 ára
  • Charles Carskaddon, 40 ára
  • Peter Siems, 65 ára
  • Troy Burress, 50 ára
  • Charles „Dick“ Humphreys, 56 ára
  • Walter Jeno Antonio, 62 ára

Aftaka[breyta | breyta frumkóða]

Wuosnos var dæmd sakhæf af þremur geðlæknum og aftaka hennar fór fram þann 9. október 2002. Hún fékk 20 dali til að eyða í sína síðustu máltíð og eyddi þeim á Kentucky Fried Chicken. Aileen Wuornos var tíunda konan í Bandaríkjunum til að hljóta dauðarefsingu eftir árið 1976.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]