Afleiðingarlögmálið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Afleiðingarlögmálið er lögmál um hvernig lífverur læra af afleiðingum hegðunar sinnar. Það var fyrst sett fram af dýrasálfræðingnum Edward Lee Thorndike árið 1911 í bókinni Animal Intelligence. Nokkuð einfaldað má setja afleiðingarlögmálið fram á þann hátt að líkur á hegðun sem veiti dýri ánægju aukist en að líkur á hegðun sem valdi dýri óþægindum minnki. Með ánægjulegum fyrirbærum á Thorndike við það sem dýr gerir ekkert til þess að forðast og reynir jafnvel að öðlast, en óþægileg fyrirbæri vísa til þess sem dýr reynir yfirleitt að forðast (Thorndike, 1911).

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]